„Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. maí 2023 19:25 „Markmiðið er að fylla Austurvöll", segir Ragnar Þór Ingólfsson sem hyggst standa fyrir fleiri mótmælum næstu daga. Vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ausandi rigningu var talsverður fjöldi fólks samankominn í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart heimilum og launafólki landsins var mótmælt. Formaður VR segir þetta aðeins byrjunina á nauðvörn almennings, markmiðið sé að halda áfram og troðfylla Austurvöll. Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Yfirskrift mótmælanna var Rísum upp, og samkvæmt skipuleggjendum snúast þau fyrst og fremst um forgangsröðun ríkistjórnarinnar sem hafi miðast að því að ýta undir lífskjaraskerðingu almennings. Fréttastofa tók nokkra mótmælendur tali, og eins og sjá má í innslaginu sem fylgir fréttinni voru flestir kátir þrátt fyrir rigningu og alvarlegan undirtón. „Ég er að mótmæla lífsafkomu unga fólksins og eldra fólks. Ég vil bara betra líf fyrir okkur, venjulega fólkið,“ sagði Sóley Erlendsdóttir. Guðrún Lilja Thorodsen segir fáránlegt hvernig fjármálakerfið sópi öllum peningum til sín þegar fólkið í landinu eigi ekki fyrir mánaðarmótum. „Ég er alltaf í mínus þegar ég er búin að borga reikningana mína, þetta er bara fáránlegt að vera alltaf að hækka afborganir bara til að keyra okkur aftur í að taka verðtryggð lán. Þetta er bara rugl.“ Fólk lét rigningu ekki stoppa sig í að fjölmenna á mótmælin í dag.Kristófer Gunnlaugsson „Öll svona mótmæli hafa áhrif. Það versta er að gera ekki neitt. Fólk verður að nýta rétt sinn,“ segir Hjörtur Hjartarsson. „Hér er bara heilmikið að" Ragnar þór Ingólfsson, formaður VR er einn af þeim sem stóð fyrir mótmælunum. Hann var ánægður með daginn. „Mér finnst stemningin vera bara mjög góð. Fólkið vill rísa upp, ég finn það alveg. Ég er alveg sannfærður um að ef veðrið væri betra þá hefðum við kannski fengið betri mætingu,“ sagði Ragnar og tekur fram að þau séu rétt að byrja. Ragnar Þór var ánægður með mætinguna í mótmælin en telur þó að hún hefði verið enn betri ef veðurguðirnir hefðu verið hliðhollari.Vísir/Steingrímur Dúi „Við ætlum að koma stjórnvöldum í skilning um það að hér er ekki allt í lukkunnar standi og góðu lagi eins og ráðherrar vilja fullyrða. Hér er bara heilmikið að, og mjög alvarlegt ástand að skapast í okkar samfélagi. Um helmingur launafólks á í erfiðleikum með að ná endum saman, við munum halda áfram þar til við troðfyllum Austurvöll, segir Ragnar.“ „Þetta er bara byrjunin á nauðvörn almennings. Svo við verðum bara að sjá til, auðvitað vonar maður að það fari eitthvað að gerast, vonandi hreyfir þetta við stjórnmálamönnum.“ Fátækt = kvíðakast stóð á einu skiltinu. Á öðru var kallað eftir kosningum og það strax.Vísir/Steingrímur Dúi Fleiri mótmæli eru fyrirhuguð næstu daga.Kristófer Gunnlaugsson
Stéttarfélög Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira