Segir yfirlýsingu um boðaða hækkun á leiguverði minna á vísindaskáldskap Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. maí 2023 19:30 „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur Hrafn, formaður samtaka leigjenda. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður samtaka leigjenda er hræddur um að mörgum hafi brugðið þegar stjórnarformaður leigufélagsins Ölmu boðaði hækkun á leiguverði í dag. Yfirlýsing stjórnarformannsins um að leiguverð sé of lágt minni á vísindaskáldskap. Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Leigumarkaðurinn og slæm staða leigjenda hafa verið til umræðu síðustu misseri. Margir hafa gagnrýnt leigufélagið Ölmu og þær hækkanir sem félagið hefur gert á leigusamningum undanfarið. Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Ölmu, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að honum þyki félagið alls ekki eins slæmt og margir vilji meina. Hann sagði leiguverð í raun of lágt og boðaði hækkun. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda hafði sitt að segja um orð Gunnars. „Mér fannst þetta um margt merkilegt viðtal og sýnir okkur kannski glöggt inn í hugarheim einstaklinga sem standa á bakvið félagið,“ segir Guðmundur. Hann telur að það hafi farið um marga. „Vegna þess að þarna er hann að segja okkur og sýna okkur að þetta snúist ekkert um hvort að það sé einhver rekstrarkostnaður að hækka hjá félaginu heldur bara að hann ætli að hækka leiguna þangað til að hann framkallar þjóðfélagsbreytingar. Og hann tekur sér þetta vald að geta hækkað húsaleigu endalaust, jafnvel þó það þýði að það verði miklar þjóðfélagsbreytingar.“ Þetta er bara eins og í vísindaskáldsögu. „Ég meina, maðurinn stundar svínarækt“ Guðmundur kallar eftir því að stjórnvöld stígi inn í og verji leigjendur fyrir hegðun eins og Gunnar lýsti í morgun. „Þar sem hann ætlar bara að hækka leigu, jafnvel þó það þýði að fjölskyldur þurfi að búa saman, þurfi að búa þröngt. Ég meina, maðurinn stundar svínarækt. Ég veit ekki hvort hann ætlar að varpa þessum hugmyndum sínum um svínarækt og þröngbýli yfir á leigjendur vegna þess að hann veit að leigjendur munu alltaf einhvern veginn þurfa að koma þaki yfir höfuðið. Hann ætlar bara að hækka leiguna þar til þeir hreinlega gefa upp öndina. Og mér finnst að stjórnvöld eigi að bera ábyrgð á því, svona hugsunarhætti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira