Rok og rigning út vikuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:49 Næsta vika einkennist af roki, rigningu, slyddu og snjókomu. vísir/vilhelm Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. „Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“ Veður Golf Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira
„Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“
Veður Golf Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Sjá meira