Rok og rigning út vikuna Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 10:49 Næsta vika einkennist af roki, rigningu, slyddu og snjókomu. vísir/vilhelm Sumarið lætur bíða eftir sér og verða næstu dagar úrkomusamir. Víst er að í hugum kylfinga fer þetta vor í bækur sem ömurlegt. „Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“ Veður Golf Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
„Lægðin sem er yfir suðvesturhorni landsins er á leið til austurs og fylgir henni rigning eða slydda fyrir sunnan en snjókoma norðanlands. Vegfarendur ættu að kanna vel ástand vega og veðurspár áður en lagt er af stað. Sjá veðurviðvaranir,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Séu veðurkortin skoðuð út vikuna einkennast þau af roki og rigningu suðvestanlands og má segja að sumarið ætli að láta bíða eftir sér. Ekki eru það síst kylfingar sem horfa til veðurs og víst að þeir margir hverjir eru orðnir verulega óþreyjufullir en í fyrra var búið að opna vellina og kylfingar farnir að sveifla kylfum sínum að kappi. Því er ekki að heilsa þetta vorið. Kylfingar orðnir afar órólegir Í tilkynningu á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur, stærsta golfklúbbs landsins, segir að ekki hafi farið fram hjá neinum að tíðarfarið hafi verið afar óhagstætt; seinni partur vetrar einkenndist af óvenju löngum frostakafla. Ástand Korpu er með allra versta móti og ekki vitað hvenær opnað verður inn á sumarflatir.vísir/vilhelm „Enn er frost í jörðu og nær lengra niður en elstu menn muna eftir. Þá var aprílmánuður óvenju kaldur og þurr. Gróður er því almennt um fjórum til fimm vikum síðar á ferðinni heldur en í fyrra,“ segir þar og tilkynnt að vellirnir á Korpu og í Grafarholtinu séu ekki tilbúnir ennþá. Og er ekki unnt að tímasetja opnun þeirra með nokkurri vissu. „Við kappkostum við að opna eins fljótt og unnt er, án þess þó að tefla völlunum í tvísýnu. Við fylgjum ráðleggingum fagmanna okkar um þetta. Síðustu dagar hafa þó verið hagstæðir og framundan er vonandi vænlegri tíð með vætu og hærri hitatölum, sem hraða vonandi endurheimt vallanna eftir veturinn.“ Tíðindamaður Vísis tók Korpuvöllinn út um helgina og sagði að hann hafi aldrei séð völlinn í eins vondu ásigkomulagi. Ekki tímabært að afskrifa sumarið En þó vorið sé með versta móti er ekki vert að afskrifa sumarið, ekki ef marka má Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing sem heldur úti veðurvefnum Bliku. Einar horfir móti sól þegar hann slær fram sumarspá fyrir þetta ár. Hann horfir til júní, júlí og ágúst í þeim efnum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þó vorið hafi verið heldur leiðinlegt, ömurlegt ef kylfingar eru spurðir, þá spáir Einar góðu sumri.vísir „Þriggja mánaða spáin sem birt var á dögunum gefur góð fyrirheit um sumarið. Stuðst er einkum við veðurlagsspá ECMWF (Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar) fyrir þriggja mánaða tímabilið júní til ágúst,“ tilkynnir Einar á Facebook-síðu sinni og vísar á vef sinn til frekari upplýsinga. „Gert er ráð fyrir því að yfir 70% líkur séu á því að meðalhiti sumarsins verðu efri þriðjungi, þ.e. að það verði markvert hlýtt.“
Veður Golf Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira