„Afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. maí 2023 12:42 Lögreglumaður vopnaður öflugu skotvopni nærri Hörpu í morgun. Vísir/Vilhelm Hundruð manna vinna nú hörðum höndum í Hörpu við að gera allt klárt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri fundarins segir undirbúningsvinnuna ganga vel og að mikill metnaður sé settur í vinnuna. Viðburðurinn verði afar glæsilegur og Íslandi til sóma. Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur leitt undirbúningsvinnuna í Hörpu fyrir Leiðtogafundinn sem hefst á morgun og stendur fram til miðvikudags í góðu samstarfi við forsætisráðuneytið, ríkislögreglustjóra og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Ragnar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri fundarins, segir verkefnið á mjög góðum stað. Augu heimsins á Íslandi „Undirbúningurinn gengur afskaplega vel. Stóri dagurinn er náttúrulega á morgun þegar fundurinn hefst. Hér eru hundruð manna í húsi að vinna alveg gríðarlega mikla vinnu og við höfum lagt mikinn metnað í allan undirbúning. Hér að vinna fólk á vegum lögreglu, stjórnarráðsins og fjöldinn allur af verktökum,“ segir Ragnar. Augu heimsins verði á Íslandi næstu daga og að það muni reyna á fagmennsku og útsjónarsemi að halda öllu gangandi. Ragnar Þorvarðarson framkvæmdastjóri leiðtogafundarins segir í mörg horn að líta við undirbúning á svo stórum fundi.Stöð 2/Arnar Ragnar segir almenna borgara hafa sýnt mikla þolinmæði og jákvætt viðmót þrátt fyrir öryggisráðstafanir í kringum Hörpu og að þau séu afar þakklát því. „Ég myndi segja að við værum á mjög góðum stað. Það má segja að við séum að keyra saman mismunandi kerfi hér í húsinu í Hörpu, á vegum lögreglunnar og okkar í utanríkis- og forsætisráðuneytinu. Það eru ýmis flókin úrlausnarefni en það eru allir boðnir og búnir að finna út úr hlutum. Við erum mjög bjartsýn á þessum tímapunkti,“ segir hann og bætir við að allt sé að verða klappað og klárt. Íslandi til sóma „Það er rosalega gaman að sjá umbreytinguna hér í húsinu. Þetta verður afskaplega glæsilegur viðburður og Íslandi til sóma. Það er svona verið að koma með síðustu hlutina í hús, blóm og svona. Tryggja það að hér verði matur og aðstaða fyrir alla. Það er alltaf eitthvað smávægilegt sem þarf að bregðast við en þetta er allt í góðum farvegi,“ segir Ragnar að lokum. Víðtækar lokanir Búist er við vel yfir þúsund gestum í tengslum við fundinn og mega íbúar höfuðborgarsvæðisins búast við umferðartöfum víðs vegar í borginni og á Reykjanesbraut. Má áætla að áhrifin verði hvað mest síðdegis á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Þá verður miðborg Reykjavíkur lokuð fyrir fyrir almennri umferð ökutækja í rúma tvo sólarhringa. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að lokunin tæki í gildi í kvöld. Stórt svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð bíla og verður svæðið í kringum Hörpu lokað fyrir allri umferð á meðan ráðstefnunni stendur. Hægt verður að fara um miðborgina fótgangandi eða á hjóli en það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu sem verður alveg lokað almenningi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Tengdar fréttir Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17 Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36 Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27 Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn. 14. maí 2023 20:17
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19. apríl 2023 21:36
Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26. apríl 2023 18:27
Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. 25. janúar 2023 19:21