Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 11:49 Magnús Már Guðmundsson er framkvæmdastjóri BSRB. BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira