Hún er allt í senn: Krúttleg, klístruð og grótesk Íris Hauksdóttir skrifar 18. maí 2023 08:01 Dansverkið Sylph hefur hlotið einróma lof meðal gagnrýnenda í Svíþjóð. MÄRTA THISNER/Frans Edward Cedrins Dansarinn og danshöfundurinn Halla Ólafsdóttir flutti til Svíþjóðar fyrir rúmum tuttugu árum en hún starfar þar í borg við góðan orðstír. „Það er vel farið með listafólk í Svíþjóð,“ segir Halla spurð um svo langa búsetu sína þar í landi. „Hér er fólk hvatt til þess að starfa við það sem það brennur fyrir. Listalífið er öflugt og mikið að gerast í orðræðunni sem sameinar fræði og framkvæmd. Hallla Ólafsdóttir dansari og danshöfundur.Frans Edward Cedrins Það er gríðarleg þróun í nútímadansi og almennt mjög fjölskrúðugt listalíf. Það er svona helsta ástæðan af hverju ég hef verið svona lengi hér,“ segir Halla en hún útskrifaðist með master í kóreógrafíu árið 2010 og hefur starfað að mestu úti síðan þá. „Ég reyni alltaf að koma heim inn á milli og setja upp verk, minnst eitt á ári. Það er svo gott að koma til Íslands og vinna aðeins hér líka. Á Íslandi starfa geggjaðar týpur sem leggja sig allar fram og gefa allt af sér. Frjálsa senan er sömuleiðis að eflast með öllum þessum eldhugum sem við eigum. Að mínu mati er svo nauðsynlegt að halda tengingu við senuna hér sem er alltaf að styrkjast. Ég finn það sérstaklega verandi með þessa fjarlægð sem ég hef.“ ASMR – veisla fyrir öll skynfærin Halla frumsýndi dansverkið Sylph á dögunum ásamt Cullbergbaletten sem er á meðal fremstu dansflokka í nútímadansi í Evrópu. Innblástur verksins er bland af goðsögu og gamalli ballett hefð. „Þemað er í raun þrískipti. Annars vegar tveir klassískir ballettar frá 18. öld sem við tvinnum saman við goðsöguna um Sylph ásamt því að hræra ASMR hljóðheiminum saman við. Úr verður allsherjar veisla fyrir öll skynfærin.“ Innblástur verksins er bland af goðsögu og gamalli ballett hefðMärta Thisner Spurð hvernig ASMR komi inn í dansverk segist Halla alltaf vinna náið með hljóðmyndina. „Ég vinn mikið með röddina og hljóð í dansverkum mínum. Yfirleitt eru þau hávær og ágeng en í þessu tilfelli leitaðist ég við lágstemmdari hljóma. Sylph Teaser from halla olafsdottir on Vimeo. Ég hef unnið sýninguna í nánu samstarfi við tónskáldið Shida Shahabe, leikmyndahönnuðinn Chrisander Brun og búningahönnuðinn Hanna Kisch. Við erum gríðarlega gott teymi og eigum að baki áralangt samstarf þar sem allt þarf að ganga snurðulaust fyrir sig svo heildarmyndin verði sem best. Í þessu tilfelli höfum við skapað saman heim þar sem allir listamenn fá ákveðið frelsi fyrir sínar hugmyndir og öll elementin fá að njóta sín. Alls taka ellefu dansarar þátt í verkinu.Märta Thisner Öðruvísi hljóðheimur Halla segir það skemmtilegt mótsvar við þau háu hljóð sem hún hefur oftast unnið með í listsköpun sinni. „Mig langaði að skoða hvernig meira lágstemmdari hljóð myndu virka og ASMR reyndist frábær frumskógur til að kafa ofan í. Ég hef mikið unnið með öskur í mínum verkum. Rokkstjörnuna sem tekur mikið pláss og leyfir röddinni sinni að hljóma en að þessu sinni var ég forvitin hvernig mýkri hljóð og lægri gætu fangað athygli áhorfendans. Verkið á í raun að kanna sambandið á milli sviðs og áhorfenda og dansararnir fara út um allt – líka út í áhorfendasalinn. Verkið á í raun að kanna sambandið á milli sviðs og áhorfenda.Märta Thisner Ég vil nýta allt rýmið og láta verkið leka yfir af sviðinu og út í salinn. Dansararnir umbreyta sér til skiptis í einn risastóran líkama en sömuleiðis sjálfstæðir einstaklingar.Märta Thisner Mér finnst svo fallegt að sjá dansarana túlka karakterinn Sylph öll á sinn mismunandi hátt. Hvernig þau verða einn risastór líkami en sömuleiðis einn einstaklingur sem hópurinn mótar og breytir til skiptis.“ Sylph sem er vera loftsins en þeim töfrum gædd að geta breytt sér í manneskju.Märta Thisner Geri allt með feminískri nálgun Verkið hverfist í kringum goðsagnakenndu veruna Sylph sem er vera loftsins en er þeim töfrum gædd að geta breytt sér í manneskju, bara alltaf aðeins stærri, grófari og háværari en manneskjan sjálf. Halla segir hana á meðan sýningu stendur hnoðast og koma nálægt áhorfendum. „Hún er allt í senn, krúttleg, klístruð og grótesk. Ég hef gaman slíkum þversögnum.“ „Við leikum okkur með staðlaðar væntingar um hvernig dansarar eigi að haga sér á sviðinu."Märta Thisner Í beinu framhaldi er nær óhjákvæmilegt að spyrja ekki út í staðalímyndir ballerínunnar sem Halla þekkir vel frá fyrstu hendi. „Allt sem ég geri set ég upp með feminískri nálgun. Okkur er í samfélaginu stöðugt troðið inn í ákveðið form staðalímyndar. Það á ekki bara við innan danssenunnar þó það sé vissulega algengt. Umfjöllunarefni sýningarinnar er ekki beint tengt því en hér erum við að leika okkur með hírarkíuna. Við leikum okkur með staðlaðar væntingar um hvernig dansarar eigi að haga sér á sviðinu. Mér þykir gaman að ýta á þau mörk. Ramminn hefur vissulega víkkað hvernig maður má vera en það má alltaf gera betur. Ballett er hvítt elítusport Verkin sem ég vinn vil ég blanda saman há og lágmenningu, ef það má gerast svo djarfur að orða það þannig. En mér þykir gaman að blanda saman ólíkum listformum og vera óhrædd við að stíga út fyrir formið, ögra því helst aðeins um leið.“ Cullbergbaletten hópurinn mun ferðast með sýninguna um Evrópu á næsta leikári.Märta Thisner Spurð hvort það liggi ekki beinast við að ferðast með sýninguna heim til Íslands segir Halla það ákveðin draum en dýrkeyptan. „Ég er náttúrulega ekki að setja þetta upp ein. Cullbergbaletten hópurinn mun ferðast með sýninguna um Evrópu á næsta leikári og ég vona innilega að okkur takist að koma með hana til Íslands. Mig langar sannarlega að sýna Íslendingum afrakstur þessarar vinnu en til að vera heiðarleg veit ég ekki hversu raunsætt það markmið getur verið.“ Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er vel farið með listafólk í Svíþjóð,“ segir Halla spurð um svo langa búsetu sína þar í landi. „Hér er fólk hvatt til þess að starfa við það sem það brennur fyrir. Listalífið er öflugt og mikið að gerast í orðræðunni sem sameinar fræði og framkvæmd. Hallla Ólafsdóttir dansari og danshöfundur.Frans Edward Cedrins Það er gríðarleg þróun í nútímadansi og almennt mjög fjölskrúðugt listalíf. Það er svona helsta ástæðan af hverju ég hef verið svona lengi hér,“ segir Halla en hún útskrifaðist með master í kóreógrafíu árið 2010 og hefur starfað að mestu úti síðan þá. „Ég reyni alltaf að koma heim inn á milli og setja upp verk, minnst eitt á ári. Það er svo gott að koma til Íslands og vinna aðeins hér líka. Á Íslandi starfa geggjaðar týpur sem leggja sig allar fram og gefa allt af sér. Frjálsa senan er sömuleiðis að eflast með öllum þessum eldhugum sem við eigum. Að mínu mati er svo nauðsynlegt að halda tengingu við senuna hér sem er alltaf að styrkjast. Ég finn það sérstaklega verandi með þessa fjarlægð sem ég hef.“ ASMR – veisla fyrir öll skynfærin Halla frumsýndi dansverkið Sylph á dögunum ásamt Cullbergbaletten sem er á meðal fremstu dansflokka í nútímadansi í Evrópu. Innblástur verksins er bland af goðsögu og gamalli ballett hefð. „Þemað er í raun þrískipti. Annars vegar tveir klassískir ballettar frá 18. öld sem við tvinnum saman við goðsöguna um Sylph ásamt því að hræra ASMR hljóðheiminum saman við. Úr verður allsherjar veisla fyrir öll skynfærin.“ Innblástur verksins er bland af goðsögu og gamalli ballett hefðMärta Thisner Spurð hvernig ASMR komi inn í dansverk segist Halla alltaf vinna náið með hljóðmyndina. „Ég vinn mikið með röddina og hljóð í dansverkum mínum. Yfirleitt eru þau hávær og ágeng en í þessu tilfelli leitaðist ég við lágstemmdari hljóma. Sylph Teaser from halla olafsdottir on Vimeo. Ég hef unnið sýninguna í nánu samstarfi við tónskáldið Shida Shahabe, leikmyndahönnuðinn Chrisander Brun og búningahönnuðinn Hanna Kisch. Við erum gríðarlega gott teymi og eigum að baki áralangt samstarf þar sem allt þarf að ganga snurðulaust fyrir sig svo heildarmyndin verði sem best. Í þessu tilfelli höfum við skapað saman heim þar sem allir listamenn fá ákveðið frelsi fyrir sínar hugmyndir og öll elementin fá að njóta sín. Alls taka ellefu dansarar þátt í verkinu.Märta Thisner Öðruvísi hljóðheimur Halla segir það skemmtilegt mótsvar við þau háu hljóð sem hún hefur oftast unnið með í listsköpun sinni. „Mig langaði að skoða hvernig meira lágstemmdari hljóð myndu virka og ASMR reyndist frábær frumskógur til að kafa ofan í. Ég hef mikið unnið með öskur í mínum verkum. Rokkstjörnuna sem tekur mikið pláss og leyfir röddinni sinni að hljóma en að þessu sinni var ég forvitin hvernig mýkri hljóð og lægri gætu fangað athygli áhorfendans. Verkið á í raun að kanna sambandið á milli sviðs og áhorfenda og dansararnir fara út um allt – líka út í áhorfendasalinn. Verkið á í raun að kanna sambandið á milli sviðs og áhorfenda.Märta Thisner Ég vil nýta allt rýmið og láta verkið leka yfir af sviðinu og út í salinn. Dansararnir umbreyta sér til skiptis í einn risastóran líkama en sömuleiðis sjálfstæðir einstaklingar.Märta Thisner Mér finnst svo fallegt að sjá dansarana túlka karakterinn Sylph öll á sinn mismunandi hátt. Hvernig þau verða einn risastór líkami en sömuleiðis einn einstaklingur sem hópurinn mótar og breytir til skiptis.“ Sylph sem er vera loftsins en þeim töfrum gædd að geta breytt sér í manneskju.Märta Thisner Geri allt með feminískri nálgun Verkið hverfist í kringum goðsagnakenndu veruna Sylph sem er vera loftsins en er þeim töfrum gædd að geta breytt sér í manneskju, bara alltaf aðeins stærri, grófari og háværari en manneskjan sjálf. Halla segir hana á meðan sýningu stendur hnoðast og koma nálægt áhorfendum. „Hún er allt í senn, krúttleg, klístruð og grótesk. Ég hef gaman slíkum þversögnum.“ „Við leikum okkur með staðlaðar væntingar um hvernig dansarar eigi að haga sér á sviðinu."Märta Thisner Í beinu framhaldi er nær óhjákvæmilegt að spyrja ekki út í staðalímyndir ballerínunnar sem Halla þekkir vel frá fyrstu hendi. „Allt sem ég geri set ég upp með feminískri nálgun. Okkur er í samfélaginu stöðugt troðið inn í ákveðið form staðalímyndar. Það á ekki bara við innan danssenunnar þó það sé vissulega algengt. Umfjöllunarefni sýningarinnar er ekki beint tengt því en hér erum við að leika okkur með hírarkíuna. Við leikum okkur með staðlaðar væntingar um hvernig dansarar eigi að haga sér á sviðinu. Mér þykir gaman að ýta á þau mörk. Ramminn hefur vissulega víkkað hvernig maður má vera en það má alltaf gera betur. Ballett er hvítt elítusport Verkin sem ég vinn vil ég blanda saman há og lágmenningu, ef það má gerast svo djarfur að orða það þannig. En mér þykir gaman að blanda saman ólíkum listformum og vera óhrædd við að stíga út fyrir formið, ögra því helst aðeins um leið.“ Cullbergbaletten hópurinn mun ferðast með sýninguna um Evrópu á næsta leikári.Märta Thisner Spurð hvort það liggi ekki beinast við að ferðast með sýninguna heim til Íslands segir Halla það ákveðin draum en dýrkeyptan. „Ég er náttúrulega ekki að setja þetta upp ein. Cullbergbaletten hópurinn mun ferðast með sýninguna um Evrópu á næsta leikári og ég vona innilega að okkur takist að koma með hana til Íslands. Mig langar sannarlega að sýna Íslendingum afrakstur þessarar vinnu en til að vera heiðarleg veit ég ekki hversu raunsætt það markmið getur verið.“
Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira