Lélegasta byrjun á veiðisumri í manna minnum Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2023 08:47 Maí hefur verið heldur leiðinlegur hvað veiðiveður já og almennt veður varðar Veðrið síðustu daga og vikur hefur verið með eindæmum lélegt og þá sérstaklega á suður og vesturlandi en þetta gerir það að verkum að fáir hafa verið að stunda vötnin. Vissulega er einn og einn veiðimaður sem hættir sér út í þetta verður og fær eitthvað en heilt yfir hafa ekki verið jafn fáir í maí við bakkann á vinsælum vötnum eins og núna í vor í ansi mörg ár.. Það hafa alveg verið köld og leiðinleg vor áður en inn á milli hafa samt eiginlega alltaf komið góðir dagar og þá hefur veiðifólk landsins flykkt sér í vötnin til að veiða. Þeir einu sem hafa verið að stunda Elliðavatn sem dæmi í maí eru þeir sem veiða á beitu. Einn og einn veiðimaður sést munda flugustöng en það er sjaldan löng viðvera. Hvítir fjallatoppar og kuldi er það sem tekur á móti þér við Þingvallavatn og ástandið er litu skárra við Úlfljótsvatn. Því miður lítur síðan út fyrir að þetta sé veðrið næstu daga en við veiðimenn erum bjartsýnir og við vonum eins og aðrir íbúar suður og vesturlands sem voru sviknir af sumarkomu í fyrra, að þetta sumar veðri betra í veiði og veðri. Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Stóru Laxá Veiði
Vissulega er einn og einn veiðimaður sem hættir sér út í þetta verður og fær eitthvað en heilt yfir hafa ekki verið jafn fáir í maí við bakkann á vinsælum vötnum eins og núna í vor í ansi mörg ár.. Það hafa alveg verið köld og leiðinleg vor áður en inn á milli hafa samt eiginlega alltaf komið góðir dagar og þá hefur veiðifólk landsins flykkt sér í vötnin til að veiða. Þeir einu sem hafa verið að stunda Elliðavatn sem dæmi í maí eru þeir sem veiða á beitu. Einn og einn veiðimaður sést munda flugustöng en það er sjaldan löng viðvera. Hvítir fjallatoppar og kuldi er það sem tekur á móti þér við Þingvallavatn og ástandið er litu skárra við Úlfljótsvatn. Því miður lítur síðan út fyrir að þetta sé veðrið næstu daga en við veiðimenn erum bjartsýnir og við vonum eins og aðrir íbúar suður og vesturlands sem voru sviknir af sumarkomu í fyrra, að þetta sumar veðri betra í veiði og veðri.
Stangveiði Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Frábær veiði í Stóru Laxá Veiði