Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsstofnun stúdenta. Þar segir að leigugrunnur hafi ekki verið hækkaður síðastliðin fimm ár, að undanskildum innbyrðis leiðréttingum á leiguverði árið 2019.
„Hækkunin nú er tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar. Auk þess hefur rétt framlag til viðhalds ekki náðst úr rekstrinum undanfarin ár. Haldið hefur verið aftur af hækkunum síðastliðin ár en mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningunni.
Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð).