Allt fyrir glaðar plöntur Samasem 24. maí 2023 12:56 „Markmið okkar frá upphafið verið að bjóða upp á pottaplöntur og blóm á besta verðinu hér á landi og þannig stuðlað að fallegri heimilum og meiri hamingju,“ segir Sam Mansour, eigandi blómaheildsölunnar Samasem við Grensásveg í Reykjavík. Núna er rétti tíminn til að kaupa sumarblóm og undirbúa garðinn fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað en að byrja strax í dag, það má allt fara út“ segir Sam Mansour, eigandi blómaheildsölunnar Samasem. „Við bjóðum upp á allt það helsta sem við kemur sumarblómum, til dæmis mold, áburð, útipotta og svo auðvitað gott úrval af sumarblómum sem hentar vel íslenskum aðstæðum. Í raun bjóðum við upp á allt það sem gerir plönturnar glaðar.“ Samasem hefur verið starfrækt í meira en tvo áratugi. Fyrir um um ári síðan hóf hún að selja blóm og ýmsar garðvörur í smásölu til einstaklinga en Samasem er staðsett á Grensásvegi í Reykjavík. „Við höfum frá upphafi einblínt á að auka vöruúrvalið hér á landi með innflutningi á blómum og plöntum frá ólíkum heimshornum enda búum við yfir góðum viðskiptasamböndum sem gerir okkur kleift að flytja inn fjölbreytta flóru sumarblóma á góðu verði. Markmið okkar frá upphafi hefur verið að bjóða upp á pottaplöntur og blóm á besta verðinu hér á landi og þannig stuðlað að fallegri heimilum og meiri hamingju.“ Ýmsar gerðir sumarblóma njóta mikilla vinsælda hjá Samasem að sögn Sams. „Þar má helst nefna franska hortensíu sem er rosalega vinsæl. Einnig má nefna lavander sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, ekki síst vegna umræðunnar um lúsmý, og síðan bara sitt líti af hverju, t.d. rósir, margarítur, buxus runnar, ólífutré og fjölmargt annað fallegt. Svo erum við alltaf að bæta við einhverjum skemmtilegum nýjungum.“ Sam Mansour hefur stundað blómasölu á Íslandi og í Frakklandi í hartnær 40 ár og þekkir því blómabransann betur en margir. „Sjálfur hef ég stundað innflutning og sölu á blómum í næstum 40 ár, bæði hér á Íslandi og í Frakklandi og fjölskyldan mín í Egyptalandi starfar í sama bransa. Ég hef búið hér á landi og starfað í blómabransanum í um 30 ár.“ Mjög margt hefur breyst á þessum tíma að hans sögn. „Áður fyrr voru blóm t.d. ekki seld í matvöruverslunum og á bensínstöðvum. Blómamarkaðurinn var mjög lokaður en ég átti stóran þátt í að breyta því, bæði með því að auka úrvalið og lækka verðið.“ Eitt sem breytist þó seint eru tollar sem lagði eru á innflutt blóm að hans sögn. „Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem enn hefur tollvernd á innfluttum blómum. Eins eru tollar og stykkjagjöld á blóm á Íslandi margfalt miðað við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Að mínu mati myndu bæði stjórnvöld og neytendur græða ef þessu væri breytt enda myndi sala á blómum án efa margfaldast fyrir vikið.“ Utan sumarblóma og allt sem tengist þeim býður Samasem upp á afskorin blóm, innipottablóm, gjafapappír, innpökkunarvörur, vasa, kerti og skreytingartól svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er boðið upp á búnt af afskornum blómum í stórum kæli. Viðskiptavinir geta bara gengið inn og valið sjálfir sem þeim finnst mjög þægilegt. Hér er því ekki boðið upp á þá þjónustu að búa til vendi eða pakka blómum inn. Það myndast því oft langar raðir, sérstaklega um helgar og í kringum fermingar og útskriftir og aðra blómadaga, enda kunna viðskiptavinir okkar af vel að meta þessa þjónustu.“ Hjá Samasem geta viðskiptavinir valið sjálfir úr búntum af afskornum blómum í stórum kæli sem er mjög þægilegur kostur. Nánari upplýsingar á samasem.is. Blóm Hús og heimili Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en að byrja strax í dag, það má allt fara út“ segir Sam Mansour, eigandi blómaheildsölunnar Samasem. „Við bjóðum upp á allt það helsta sem við kemur sumarblómum, til dæmis mold, áburð, útipotta og svo auðvitað gott úrval af sumarblómum sem hentar vel íslenskum aðstæðum. Í raun bjóðum við upp á allt það sem gerir plönturnar glaðar.“ Samasem hefur verið starfrækt í meira en tvo áratugi. Fyrir um um ári síðan hóf hún að selja blóm og ýmsar garðvörur í smásölu til einstaklinga en Samasem er staðsett á Grensásvegi í Reykjavík. „Við höfum frá upphafi einblínt á að auka vöruúrvalið hér á landi með innflutningi á blómum og plöntum frá ólíkum heimshornum enda búum við yfir góðum viðskiptasamböndum sem gerir okkur kleift að flytja inn fjölbreytta flóru sumarblóma á góðu verði. Markmið okkar frá upphafi hefur verið að bjóða upp á pottaplöntur og blóm á besta verðinu hér á landi og þannig stuðlað að fallegri heimilum og meiri hamingju.“ Ýmsar gerðir sumarblóma njóta mikilla vinsælda hjá Samasem að sögn Sams. „Þar má helst nefna franska hortensíu sem er rosalega vinsæl. Einnig má nefna lavander sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, ekki síst vegna umræðunnar um lúsmý, og síðan bara sitt líti af hverju, t.d. rósir, margarítur, buxus runnar, ólífutré og fjölmargt annað fallegt. Svo erum við alltaf að bæta við einhverjum skemmtilegum nýjungum.“ Sam Mansour hefur stundað blómasölu á Íslandi og í Frakklandi í hartnær 40 ár og þekkir því blómabransann betur en margir. „Sjálfur hef ég stundað innflutning og sölu á blómum í næstum 40 ár, bæði hér á Íslandi og í Frakklandi og fjölskyldan mín í Egyptalandi starfar í sama bransa. Ég hef búið hér á landi og starfað í blómabransanum í um 30 ár.“ Mjög margt hefur breyst á þessum tíma að hans sögn. „Áður fyrr voru blóm t.d. ekki seld í matvöruverslunum og á bensínstöðvum. Blómamarkaðurinn var mjög lokaður en ég átti stóran þátt í að breyta því, bæði með því að auka úrvalið og lækka verðið.“ Eitt sem breytist þó seint eru tollar sem lagði eru á innflutt blóm að hans sögn. „Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem enn hefur tollvernd á innfluttum blómum. Eins eru tollar og stykkjagjöld á blóm á Íslandi margfalt miðað við aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við. Að mínu mati myndu bæði stjórnvöld og neytendur græða ef þessu væri breytt enda myndi sala á blómum án efa margfaldast fyrir vikið.“ Utan sumarblóma og allt sem tengist þeim býður Samasem upp á afskorin blóm, innipottablóm, gjafapappír, innpökkunarvörur, vasa, kerti og skreytingartól svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er boðið upp á búnt af afskornum blómum í stórum kæli. Viðskiptavinir geta bara gengið inn og valið sjálfir sem þeim finnst mjög þægilegt. Hér er því ekki boðið upp á þá þjónustu að búa til vendi eða pakka blómum inn. Það myndast því oft langar raðir, sérstaklega um helgar og í kringum fermingar og útskriftir og aðra blómadaga, enda kunna viðskiptavinir okkar af vel að meta þessa þjónustu.“ Hjá Samasem geta viðskiptavinir valið sjálfir úr búntum af afskornum blómum í stórum kæli sem er mjög þægilegur kostur. Nánari upplýsingar á samasem.is.
Blóm Hús og heimili Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira