Ísland efst á lista yfir rómantískustu áfangastaðina Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. maí 2023 11:01 Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum áfangastað. Vísir/Hanna Andrésdóttir „Það kann að koma sumum Bretum á óvart hvaða áfangastaður er talinn vera sá rómantískasti í heiminum,“ ritar Esther Marshall blaðamaður Express í grein sem birtist á miðlinum nú á dögunum. Þar er birtur listi yfir rómantískustu áfangastaði í heimi og trónir Ísland á toppi listans. Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni. Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Listinn er byggður á niðurstöðum könnunar StressFreeCarRental. Íslandi er meðal annars lýst sem hrífandi og einstökum stað sem bjóði upp á fjölmargar eftirminnilegar upplifanir. „Það kann að koma einhverjum Bretum á óvart að land elds og ísa tróni efst á listanum, en landið gæti verið kjörinn staður fyrir rómantískt frí,“ segir í greininni. „Þó svo að Ísland sé kannski ekki endilega efst á lista allra þeirra sem vilja fara í rómantíska ferð þá er landslagið á Íslandi engu að síður einstakt og stórbrotið, sem gerir landið að fullkomnum stað fyrir þá sem vilja upplifa ævintýri saman. Þeir sem vilja upplifa heillandi ferðalag með maka sínum geta notið þess að kanna hrífandi jökla, fossa og hraunbreiður, og svo er hægt að enda daginn með því að fylgjast með norðurljósunum,“ segir jafnframt í greininni. Þá er mælt með að turtildúfur geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa einstaka og rómantíska stemningu undir berum himni. Mælt er með að turtildúfur á ferðalagi um Ísland geri sér ferð í Bláa Lónið til að upplifa rómantíska stemningu.Vísir/Vilhelm Venice á Ítalíu er í öðru sæti á listanum og ætti ekki að undra, enda er fátt rómantískara en að sigla um síkin og rölta um og virða fyrir sér íburðarmikinn arkítektúr. Fram kemur í greininni að Ítalía hafi lengi verið þekkt sem eitt rómantískasta land í heimi og í Venice geti pör á ferðalagi notið þess að ganga hönd í hönd um þröng stræti, snæða ekta ítalskan mat og sigla um í gondóla. Þó svo að París sé rómuð fyrir rómantíska stemningu þá er það önnur frönsk borg sem kemst í þriðja sætið á listanum, en það er Nice. Þar er hægt að slappa af á ströndinni, ráfa um útimörkuðum eða jafnvel skreppa í dagsferð yfir til Mónakó. Í fjórða sæti er Isle of Skye í Skotlandi og í fimmta sæti er Hamilton eyja í Ástralíu. Í sjötta sæti er New York borg og þar á eftir er Sevilla á Spáni.
Ástin og lífið Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira