„Ég var alltaf hrædd við að leyfa mér að vera ég sjálf“ Íris Hauksdóttir skrifar 31. maí 2023 17:01 Leikhópurinn sem glæddi lífi í Kattholts fjölskylduna þakkar fyrir sig að síðustu sýningu lokinni. Leifur Wilberg Hundraðasta sýningin á Emil í Kattholti var á dögunum og var það jafnframt lokasýningin á þessu hjartahlýja ævintýri sem hefur snert hjörtu landsmanna. Mikill kærleikur var í leikhópnum og féllu mörg tár að sýningu lokinni. Emil í Kattholti var frumsýndur í lok árs 2021 og hefur verið fullt hús á þessum hundrað sýningum. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og er hún nú komin á fullt í næsta ævintýri þar sem hún mun leikstýra leikritinu um Fíusól og félaga hennar. Frumsýning á Fíasól gefst aldrei upp verður í desember. Á Facebook síðu sinni segist Þórunn Arna fyrst og fremst þakklát fyrir tækifærið og traustið sem henni var sýnt í upphafi ferlisins. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna á lokasýningunni.Leifur Wilberg. Pistilinn í heild má lesa hér: Ævintýrið sem breytti öllu fyrir mig. Stundum þarf einhver annar að benda þér á styrkleika þína til að þú finnir hugrekki til að fara í allt aðra átt en þú hafðir nokkurn tímann hugsað þér að fara. Ég hef alla tíð þráð það heitast að falla mjúklega inn í einhvern hóp og hef aldrei viljað taka of mikið pláss, sennilega af því að í mjög langan tíma hef ég verið svo hrædd, hrædd við að leyfa mér að vera ég sjálf. Ég hef verið föst í því að elta eitthvað sem ég held að mig eigi að langa í eða hagað mér eins og ég held að allir aðrir vilji að ég hagi mér. Sem getur verið þæginlegt að einhverju leyti, en það hefur líka gert það að verkum að smá saman týndi ég röddinni minni og þá sjálfri mér um leið. En inn í þessari hræddu stelpu hefur alltaf búið önnur hugrökk stelpa sem veit nákvæmlega hvað hún vill, og sem betur fer tók hún yfir þegar mér bauðst að leikstýra Emil í Kattholti. Hún vissi að ég gæti gert þetta. Það hefur svo ótrúlega margt gott gerst síðan ég lagði af stað í þetta ferðalag en það allra besta er; að ég fann röddina mína aftur, ég veit hvaða sögur mig langar til að segja, hvernig listamaður ég vil vera og hverjir styrkleikar mínir eru. Takk elsku hjartans leikararnir mínir í Emil fyrir allt traustið sem þið sýnduð mér á meðan ég var að stíga skíthrædd mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Takk fyrir gleðina og að leika hverja einustu sýningu með hjartað fullt af ást. Það skilaði sér svo sannarlega til allra sem komu á sýninguna. Takk stórkoslega listræna teymi fyrir alla fegurðina og alla fagmennskuna, fyrir að fara alla leið með mér inn í þennan heim og strá töfrum ykkar yfir Kattholtið okkar. Takk öll sem unnu sveitt á bak við tjöldin, takk fyrir að nostra við hvert smáatriði og passa upp á að eftir sérhvern vetur komi alltaf aftur vor. Og takk, takk, takk elsku Brynhildur fyrir að treysta mér fyrir þessu risastóra verkefni og sjá ljós í mér sem ég hafði ekki áttað mig á að væri þarna. Takk. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá lokasýningunni á Emil. Þórunn Obba Gunnarsdóttir átti erfitt með tárin þegar tjaldið féll í síðasta skipti. Leifur Wilberg. Gunnar Atli Snorrason fór með hlutverk Emils á lokasýningunni.Leifur Wilberg. Leikhópurinn fagnar hljómsveit sýningarinnar.Leifur Wilberg. Mikill kærleikur var í leikhópnum og mörg tár féllu að sýningu lokinni.Leifur Wilberg. Sigurður Þór, Rakel Ýr, Jóhann Sigurðarson og Þorsteinn Backmann fallast í faðma að lokinni sýningu.Leifur Wilberg. Jóhann Sigurðarson stórleikari glæddi ógleymanlega lífi í lækninn sem sparaði pabba Emils peningina fyrir súpuskálinni.Leifur Wilberg. Sigurður Þór Óskarsson fór á kostum sem Alfreð vinnumaður og besti vinur Emils en hér faðmar hann drengina tvo sem fóru með hlutverk hans þá Hlyn Atla og Gunnar Erik.Leifur Wilberg. Þórunn Arna, leikstjóri sýningarinnar tekur þétt utan um Gunnar Erik annan drengjanna sem fór með titilhlutverk sýningarinnar.Leifur Wilberg. Sólveig Guðmundsdóttir fór með hlutverk Ölmu, móður Emils sem hún faðmar hér á myndinni.Leifur Wilberg. Leikhús Tímamót Tengdar fréttir Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. 4. júlí 2022 15:01 Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. 28. mars 2023 19:17 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Mikill kærleikur var í leikhópnum og féllu mörg tár að sýningu lokinni. Emil í Kattholti var frumsýndur í lok árs 2021 og hefur verið fullt hús á þessum hundrað sýningum. Leikstjóri sýningarinnar er Þórunn Arna Kristjánsdóttir og er hún nú komin á fullt í næsta ævintýri þar sem hún mun leikstýra leikritinu um Fíusól og félaga hennar. Frumsýning á Fíasól gefst aldrei upp verður í desember. Á Facebook síðu sinni segist Þórunn Arna fyrst og fremst þakklát fyrir tækifærið og traustið sem henni var sýnt í upphafi ferlisins. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna á lokasýningunni.Leifur Wilberg. Pistilinn í heild má lesa hér: Ævintýrið sem breytti öllu fyrir mig. Stundum þarf einhver annar að benda þér á styrkleika þína til að þú finnir hugrekki til að fara í allt aðra átt en þú hafðir nokkurn tímann hugsað þér að fara. Ég hef alla tíð þráð það heitast að falla mjúklega inn í einhvern hóp og hef aldrei viljað taka of mikið pláss, sennilega af því að í mjög langan tíma hef ég verið svo hrædd, hrædd við að leyfa mér að vera ég sjálf. Ég hef verið föst í því að elta eitthvað sem ég held að mig eigi að langa í eða hagað mér eins og ég held að allir aðrir vilji að ég hagi mér. Sem getur verið þæginlegt að einhverju leyti, en það hefur líka gert það að verkum að smá saman týndi ég röddinni minni og þá sjálfri mér um leið. En inn í þessari hræddu stelpu hefur alltaf búið önnur hugrökk stelpa sem veit nákvæmlega hvað hún vill, og sem betur fer tók hún yfir þegar mér bauðst að leikstýra Emil í Kattholti. Hún vissi að ég gæti gert þetta. Það hefur svo ótrúlega margt gott gerst síðan ég lagði af stað í þetta ferðalag en það allra besta er; að ég fann röddina mína aftur, ég veit hvaða sögur mig langar til að segja, hvernig listamaður ég vil vera og hverjir styrkleikar mínir eru. Takk elsku hjartans leikararnir mínir í Emil fyrir allt traustið sem þið sýnduð mér á meðan ég var að stíga skíthrædd mín fyrstu skref í þessu öllu saman. Takk fyrir gleðina og að leika hverja einustu sýningu með hjartað fullt af ást. Það skilaði sér svo sannarlega til allra sem komu á sýninguna. Takk stórkoslega listræna teymi fyrir alla fegurðina og alla fagmennskuna, fyrir að fara alla leið með mér inn í þennan heim og strá töfrum ykkar yfir Kattholtið okkar. Takk öll sem unnu sveitt á bak við tjöldin, takk fyrir að nostra við hvert smáatriði og passa upp á að eftir sérhvern vetur komi alltaf aftur vor. Og takk, takk, takk elsku Brynhildur fyrir að treysta mér fyrir þessu risastóra verkefni og sjá ljós í mér sem ég hafði ekki áttað mig á að væri þarna. Takk. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá lokasýningunni á Emil. Þórunn Obba Gunnarsdóttir átti erfitt með tárin þegar tjaldið féll í síðasta skipti. Leifur Wilberg. Gunnar Atli Snorrason fór með hlutverk Emils á lokasýningunni.Leifur Wilberg. Leikhópurinn fagnar hljómsveit sýningarinnar.Leifur Wilberg. Mikill kærleikur var í leikhópnum og mörg tár féllu að sýningu lokinni.Leifur Wilberg. Sigurður Þór, Rakel Ýr, Jóhann Sigurðarson og Þorsteinn Backmann fallast í faðma að lokinni sýningu.Leifur Wilberg. Jóhann Sigurðarson stórleikari glæddi ógleymanlega lífi í lækninn sem sparaði pabba Emils peningina fyrir súpuskálinni.Leifur Wilberg. Sigurður Þór Óskarsson fór á kostum sem Alfreð vinnumaður og besti vinur Emils en hér faðmar hann drengina tvo sem fóru með hlutverk hans þá Hlyn Atla og Gunnar Erik.Leifur Wilberg. Þórunn Arna, leikstjóri sýningarinnar tekur þétt utan um Gunnar Erik annan drengjanna sem fór með titilhlutverk sýningarinnar.Leifur Wilberg. Sólveig Guðmundsdóttir fór með hlutverk Ölmu, móður Emils sem hún faðmar hér á myndinni.Leifur Wilberg.
Leikhús Tímamót Tengdar fréttir Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. 4. júlí 2022 15:01 Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. 28. mars 2023 19:17 Mest lesið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Emil í Kattholti er mættur á Spotify Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna. 4. júlí 2022 15:01
Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. 28. mars 2023 19:17