Ruddust inn á bæjarskrifstofurnar þegar enginn kom til að ræða við þau Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2023 11:56 Vísir/Elísabet Inga Mikill fjöldi fólks ruddist inn á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar skömmu fyrir hádegi eftir að það hafði komið saman, staðið og mótmælt fyrir utan skrifstofur sveitarfélagsins klukkan 11 til að sýna leikskólastarfsmönnum stuðning. Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fréttamaður fréttastofu er á staðnum og segir að fólk hafi þar staðið og blöskrað þegar hvorki bæjarstjóri né nokkur annar frá bænum hafi komið út og rætt við það. Því hafi verið ákveðið að halda inn á skrifstofurnar. Verið er að þrýsta á sveitarfélagið að semja við starfsfólk leikskólanna sem er í BSRB, en kjaradeilan virðist enn vera í hnút. Vísir/Elísabet Inga Fólkið hefur spilað háværa barnatónlist frá því að mótmælin hófust og var því haldið áfram inni á bæjarskrifstofunum. Nú skömmu fyrir klukkan 12 barst tilkynning frá Kópavogsbæ þar sem áréttað er að Kópavogsbær hafi falið Sambandi íslenskra sveitarfélag fullnaðarumboð til kjarasamningsgeðrar. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri hafi því ekki beina aðkomu að kjaraviðræðunum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sjá má myndir úr Kópavoginum að neðan. Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga Vísir/Elísabet Inga
Fréttatilkynning Kópavogsbæjar í heild sinni: Vegna kjaradeilna bæjarstarfmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu vill Kópavogsbær koma eftirfarandi á framfæri: Kópavogsbær áréttar að samningsumboð bæjarins liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðum bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við sveitarfélög í landinu. Sveitarfélög, Kópavogur þar með talinn, hefur falið Sambandinu fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar við viðsemjendur sína. Bæjarstjóri Kópavogs hefur þannig ekki beina aðkomu að kjaraviðræðum og ekki áhrif á framgöngu þeirra. Kópavogsbær hefur skilning á þeim áhrifum sem kjaradeilan hefur á starfsfólk, foreldra og börn og vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Nánari upplýsingar um kjaraviðræður Sambandsins við BSRB veita framkvæmdastjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Kjaramál Tengdar fréttir Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59 Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. 30. maí 2023 12:59
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22