Segir ákvörðunina alfarið hans eigin Ólafur Björn Sverrisson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. maí 2023 16:41 Aðalsteinn var skipaður ríkissáttasemjari í febrúar 2020 til fimm ára. vísir/Steingrímur Dúi „Eftir að hafa verið vakinn og sofinn yfir á þessu verkefni langar mig einfaldlega að breyta til,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem lætur nú af embættinu. Tvö ár eru eftir af skipunartíma Aðalsteins en ákvörðunina segir hann alfarið hans eigin. „Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Undanfarin ár hafa verið mjög krefjandi, margar þungar og erfiðar kjaradeilur en okkur hefur alltaf tekist að ná lendingu þó leiðin þangað hafi stundum verið þyrnum stráð,“ segir Aðalsteinn í samtali við fréttastofu. Aðalsteinn lætur af embætti ríkissáttasemjara frá og með morgundeginum, 1. júní. Hann var skipaður í embættið í febrúar 2020 til fimm ára. Aðalsteinn lenti í miklum hremmingu með miðlunartillögu sína í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins og beið lægri hlut fyrir dómi um rétt embættisins til að fá aðgang að félagatali stéttarfélagsins. Ástráður Haraldsson verður tímabundið settur í embættið frá og með 1. júní. Ekki vantrausti um að kenna Aðalsteinn segir að honum hafi alls ekki verið stillt upp við vegg. Hann segist stoltur af sínum verkum. „Núna þegar undirbúningur að næstu lotu er kominn á gott skrið fannst mér þetta vera skynsamlegur tímapunktur fyrir nýjan einstakling til að stíga inn og setjast við borðsendann.“ Í kjaradeilum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýsti stéttarfélagið yfir vantrausti á hendur Aðalsteini vegna miðlunartillögu hans í viðræðunum. Spurður hvort hann hafi fundist hann ekki njóta trausts innan verkalýðshreyfingarinnar segir Aðalsteinn: „Þegar stigið er inn í erfiðar deilur þá sýnist sitt hverjum um þær ákvarðanir sem eru teknar og ég hef skilning á því. Hins vegar hefur alltaf tekist að finna lausn sem sátt er um, í góðu samstarfi við alla sem hingað hafa komið.“ Miðlunartillagan umtalaða hafi því ekki leitt til afsagnar hans en slíkar ákvarðanir orki ávallt tvímælis. Hann segist sannfærður um að þetta sé rétti tímapunkturinn til að stíga til hliðar. „Ég mun líka vera til staðar á næstu dögum til að tryggja að enginn bolti falli til jarðar, það er mikilvægt að það sé trygg samfella í þeirri þjónustu sem við veitum.“ Hvað ætlarðu að fara að gera? „Ég ætla fyrst í stað að hjálpa til hér, Ég er líka að vinna rannsókn á líðan, viðhorfum, skoðunum og uppflifun fólks sem situr í samninganefndum. Það eru sex hundruð manns um allt land sem taka að sér þetta erfiða og stundum vanþakkláta verkefni. Ég ætla að vinna skýrslu um það fyrir ráðuneytið og svo getur verið að ég taki að mér önnur tilfallandi verkefni fyrir ráðuneytið. Ég segir frá öðrum hugsunum mínum síðar.“ Viðtalið við Aðalstein má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Stjórnsýsla Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira