„Verðum að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 10:58 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Björk Guðmundsdóttir er meðal listamanna sem koma fram á viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga. Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“ Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögfræðingur er ein þeirra sem stendur fyrir viðburðinum í dag. Hún segir að um sé að ræða einskonar gleðigöngu til stuðnings þess að hvalveiðar verði stöðvaðar í eitt skipti fyrir öll. „Nú liggur fyrir ný könnun sem sýnir að það er vilji meirihluta þjóðarinnar og auk þess liggur fyrir að þessar veiðar eru stundaðar í fullkominni andstöðu við lög og reglur sem gilda í landinu," segir Katrín.“ „Þannig ég held að fólk vilji bara einhvernveginn láta í það skína að hingað sé komið nógu mikið af fólki til þess að segja stopp og hjálpa yfirvöldum að taka hina einu réttu ákvörðun í málinu, sem er að stöðva þetta strax.“ Björk Guðmundsdóttir mun þeyta skífum á Hjartatorgi í dag. Getty Aðspurð um dagskrána segir Katrín að fólk muni safnast saman klukkan tvö við gömlu höfnina. Þar sé kaldhæðislegt að þar liggi hlið við hlið annarsvegar hvalaskoðunarbátar og hinsvegar hvalveiðibátar. „Þar verða einhverjir gjörningar og kórar munu syngja og annað og svo verður gengið fylgtu liði að Hjartatorginu þar sem verður ýmiskonar dagskrá, ræður og tónlist. Högni, og Björk mun þeyta skífum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta stendur alla leið til klukkan sjö í kvöld. Það verður listasmiðja fyrir börn til að búa til sín eigin plögg og skilti og allir velkomnir.“ Katrín segist bjartsýn á að viðburðir sem þessi skapi pressu á stjórnvöld og að það takist að stöðva veiðarnar. „Þessar veiðar og þessi vinnsla er í andstöðu við lög og reglur í landinu. Almenningur og listafólk og bara öll sem geta verða að sjálfsögðu að sýna yfirvöldum að við látum ekki slíkt yfir okkur ganga.“
Hvalir Dýr Menning Hvalveiðar Tengdar fréttir Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07 Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Björk efnir til mótmæla gegn hvalveiðum Tónlistarkonan Björk hefur ásamt öðrum efnt til viðburðar á laugardaginn þar sem fyrirhuguðum hvalveiðum sem eiga að fara af stað síðar í júní verður mótmælt. 31. maí 2023 16:07
Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. 1. júní 2023 12:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent