Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ Margrét Björk Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 3. júní 2023 14:34 Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB. Vísir/Ívar BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46