Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 10:26 Heiðar Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í morgun. Fundi samninganefnda lauk á öðrum tímanum í nótt án niðurstöðu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísar allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Samninganefnd sambandsins hafi ítrekað lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað. Það síðasta innihaldi í megin atriðum eftirfarandi: 50.000 kr. til 60.000 kr. hækkun lægstu launa á mánuði frá 1. apríl 2023, sem nær til um helmings félagsmanna. 55.700 kr. persónuuppbót þann 1. maí 2023. 130.900 kr. persónuuppbót þann 1. desember 2023. Sambandið hafi á undanförnum vikum skrifað undir kjarasamninga við fjölda stéttarfélaga. Meðal annars við ellefu aðildarfélög BHM, Eflingu, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félag grunnskólakennara og Félag leikskólakennara. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að í janúar 20202 hafi Starfsgreinasambandið (SGS) skrifað undir kjarasamning við sambandið með gildistíma til 30. september og launatöflu 5 sem tryggði félagsfólki þeirra launahækkun þann 1. janúar 2023. „Með því að hafna sama kjarasamningi og SGS samdi um hafnaði forysta BSRB launahækkun sem þeim stóð til boða og þar með jafnstöðu starfsfólks í sömu störfum á fyrstu þremur mánuðum ársins,“ segir í tilkynningunni. Ljóst sé að tveir kjarasamningar sömu samningsaðila geti ekki verið í gildi á sama tíma, í þessu tilfelli fyrstu þrjá mánuði yfirstandandi árs. „Þegar talað er um afturvirkni við kjarasamningagerð á það almennt við þegar að kjaraviðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma og verið er að tryggja að samningur taki við af samningi. Hins vegar er ekki um að ræða að nýr samningur geti verið afturvirkur inn á gildistíma þess samnings sem er liðinn og hefur verið að fullu efndur af hálfu sveitarfélaga.“ Sonja Ýr segir að nú færist mikill þungi í verkfallsaðgerðir.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira