Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitafélaga bjóða og segja þann besta boðinn hafi verið í kjaraviðræðum undanfarið. Vísir/Ívar Fannar Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þiggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsfólks BSRB eru hafnar eftir að samningafundi félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs í nótt. Í tilkynningu sem Samband íslenskra sveitafélaga sendi frá sér nú í morgun kemur fram að sambandið vísi allri ábyrgð á verkfallsaðgerðum á forystufólk BSRB. Ítrekað hafi verið lögð fram ný tilboð sem hafi verið hafnað en það síðasta hljóðar upp á 50 til 60 þúsund króna hækkun lægstu launa. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ekki standi til að þiggja þann samning því allt strandi á þriggja mánaða hækkun á ársgrundvelli. „Það auðvitað grípur enginn til verkfalla nema í neyð. Við erum búin að reyna eiga samtal og reyna að rétta þennan kúr síðan í febrúar til að tryggja það að fólkið okkar búi ekki við mismunandi laun samanborið við aðra sem vinna inn á sömu vinnustöðum. Það hefur ekki þokað áfram. En það er auðvitað ekki þannig þegar við eigum í kjaradeilu að einhver einn beri ábyrgð á því.“ Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefnar Sambands sveitarfélaganna, segir sambandið ítrekað hafa lagt fram ný tilboð sem forysta BSRB hafi hafnað.Vísir/Ívar Fannar Sonja segir mikla samstöðu meðal félagsfólks BSRB um verkfallsaðgerðir sem nú eru skollnar á af fullum þunga. Góð þátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslu og afstaða félagsfólks hafi verið mjög skýr þar sem mikill meirihluti kaus með aðgerðum. „Við finnum núna að það hefur verið mikil reiði og vonbrigði í hópnum yfir þessum mismunandi launum, sem bara eykst með hverjum deginum sem líður. Þau skilja ekki af hverju sveitafélögin grípa ekki til raunverulegra aðgerða til að leiðrétta þetta.“ Gríðarlegur stuðningur frá foreldrum Verkfallsaðgerðir sem nú eru hafnar hafa víðtæk áhrif á samfélagið allt. Ekki síst foreldra og börn en aðgerðirnar hafa áhrif á um 70 leikskóla. „Við höfum fundið fyrir gríðarlegum stuðningi af hálfu foreldra sem ég er mjög þakklát fyrir. Við vitum auðvitað að þetta hefur áhrif en það langar engan að vera í verkfalli. En þetta er til að tryggja okkar réttlátu kröfu um sömu laun fyrir sömu störf,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13 Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50 Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. 5. júní 2023 09:13
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38
Enn engin niðurstaða í sjónmáli Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 4. júní 2023 23:50
Foreldrar skulu gera ráðstafanir Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 4. júní 2023 19:30