Auglýst eftir forystuhæfileikum og „framúrskarandi samskiptahæfni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 12:08 Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm. Vísir/Vilhelm Embætti ríkissáttasemjara hefur verið auglýst laust til umsóknar en meðal þeirra hæfniskrafa sem gerðar eru til umsækjenda eru forystuhæfileikar og „framúrskarandi samskiptahæfni“. Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira