Auglýst eftir forystuhæfileikum og „framúrskarandi samskiptahæfni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2023 12:08 Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm. Vísir/Vilhelm Embætti ríkissáttasemjara hefur verið auglýst laust til umsóknar en meðal þeirra hæfniskrafa sem gerðar eru til umsækjenda eru forystuhæfileikar og „framúrskarandi samskiptahæfni“. Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi. Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Þá er sérstök athygli vakin á því skilyrði laga um stéttarfélög og vinnudeilur að gæta skuli þess að afstaða ríkissáttasemjara sé slík að „telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda“. Greint var frá því fyrir helgi að Aðalsteinn Leifsson hefði óskað eftir því að láta af störfum sem ríkissáttasemjari frá 1. júní en hann var skipaður í embættið frá 1. apríl 2020. Ástráður Haraldsson héraðsdómari var settur í embættið tímabundið. Embættistíð Aðalsteins var nokkuð róstursöm enda hörð átök á vinnumarkaðnum. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallaði eftir afsögn Aðalsteins eftir að hann lagði fram miðlunartillögu í deilum stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins. Efling neitaði að leggja fram kjörskrá til að ganga mætti til atkvæða um tillöguna og Landsréttur staðfesti réttmæti þeirrar ákvörðunar. „Þetta er dálítið sérstök staða, óvenjuleg staða, sem ég bjóst alls ekki við. Hún er líka fordæmalaus þannig maður veltir fyrir sér hvaða markmiðum hægt er að ná með tillögunni því eðli málsins samkvæmt er hún sett fram sem síðasta úrræði í hörðum og erfiðum kjaradeilum. En núna liggur fyrir að það er ekki hægt að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ef annar hvor aðilinn neitar að afhenda kjörgögn til þess að það geti gerst,“ sagði Aðalsteinn þegar hann ákvað að stíga til hliðar í deilunni í kjölfar dómsins. Á atvinnuauglýsingasíðunni Alfreð.is segir að um sé að ræða stjórnunarstarf með sveigjanlegan vinnutíma og skipað er til fimm ára í senn. Kröfur eru gerðar um menntun og reynslu sem nýtist í starfi, forystuhæfileika, framúrskarandi samskiptahæfni, þekkingu á íslenskum vinnumarkaði og áhuga, skilningi og metnaði fyrir embættinu. Umsóknarfrestur er til 19. júní næstkomandi.
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu