Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2023 11:43 Hér má sjá auglýsingu þar sem Seltjarnarnesbær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti sem sætti sig við ýmislegt. Auglýsingin er þó runnin undan rifjum BSRB, ekki Seltjarnarnesbæjar. BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélega. Þar kemur fram að undanfarnar vikur hafi BSRB og bæjarstarfsmannafélög innan bandalagsins staðið fyrir „ólögmætri áróðursauglýsingaherferð sem birt er víða um land vegna verkfalla bæjarstarfsmannafélaga.“ „Auglýsingarnar eru birtar undir nafni sveitarfélaga án heimildar frá stjórnum þeirra. Í þeim er farið með rangt mál og sveitarfélögum gerður upp ásetningur og athafnir sem með engu móti samrýmast stefnu þeirra í mannauðs- og launamálum,“ segir í tilkynningunni. Óska eftir meðvirkum starfskröftum Um er að ræða auglýsingar sem settar eru fram í nafni þeirra sveitarfélaga sem BSRB stendur nú í kjaraviðræðum við. Þær hafa meðal annars birst á stjórum auglýsingaskjám víðs vegar um landið, en þar er látið sýnast sem sveitarfélögin óski eftir meðvirkum eða nægjusömum starfskröftum sem sætti sig við að sumir fái launahækkanir, en aðrir ekki. Krafa BSRB er einmitt sú að félagsmenn sínir fái sömu laun og félagsmenn annarra stéttarfélaga sem vinna sömu störf. Í síðasta mánuði lýsti bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, mikilli óánægju með auglýsingarnar. Sagðist hann telja að auglýsingarnar væru ólöglegar, líkt og Samband íslenskra sveitarfélaga heldur fram nú. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir að sambandið hafi margoft rætt við stjórn BSRB um að láta af birtingu og dreifingu auglýsinganna. „Einnig að allar opinberar birtingar í hvaða formi sem er verði þegar fjarlægðar og þeim hætt. Við því hefur ekki verið brugðist. Samband íslenskra sveitarfélaga skorar á BSRB að taka auglýsingarnar úr birtingu fyrir kl. 16:00 í dag.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Auglýsinga- og markaðsmál Stéttarfélög Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira