Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júní 2023 07:54 Samninganefndin við undirritun samningsins í morgun. Ríkissáttasemjari Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB. Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Samningurinn var undirritaður klukkan 7.15 í morgun eftir fjórtán klukkustunda formlega samningalotu. Í fréttatilkynningu BSRB um fundinn segir að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 35.000 krónur og desemberuppbót á árinu 2023 verði 131.000 krónur. Samkomulag hafi náðs um sáttagreiðslu að upphæð 105.000 kr. eftir að aðstoðarsáttarsemjarar lögðu fram innanhústillögu á fjórða tímanum í nótt. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 og nær til um 7000 félagsmanna BSRB. Formlegur samningafundur samninganefnda hófst klukkan sex í gærkvöldi. Fyrir það höfðu óformlegir fundir sáttasemjara, Aldísar G. Sigurðardóttur og Elísabetar S. Ólafsdóttur, með samningsaðilum farið fram frá því í gærmorgun og náði samningalotan því alls 21 klukkustund. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirritar samninginn í morgunsárið meðan aðrir samningaaðilar fylgjast með.BSRB Hóflega sátt með samninginn „Það hefur verið magnað að upplifa kraftinn, samstöðuna og baráttuþrekið meðal félagsfólks okkar síðustu vikur sem og stuðning samfélagsins,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilefni undirritunar og sagði hún að margt jákvætt mætti finna í samningnum. „Við getum verið hóflega sátt við þessa niðurstöðu. Lægstu laun hækka verulega auk þess sem við fengum sáttagreiðslu samþykkta og hækkun á tiltekin starfsheiti,“ sagði hún einnig. Félögin sem gera kjarasamninginn eru: Félag opinbera starfsmanna á Austurlandi FOSS - stéttarfélag í almannaþjónustu Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Garðabæjar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Kópavogs Starfsmannafélag Suðurnesja Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar Á næstu dögum munu aðildarfélög BSRB kynna samningana fyrir sínu félagsfólki. Eftir það verða samningarnir bornir undir atkvæði félagsmanna þann 19. júní. Ekki hefur náðst í Elísabetu Ólafsdóttur, aðstoðarríkissáttasemjara, eða Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formann BSRB.
Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43 Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48 Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40 „Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Vilja að BSRB hætti birtingu „ólögmætra áróðursauglýsinga“ strax í dag Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á BSRB að láta af því sem sambandið kallar „ólögmætar áróðursauglýsingar“ fyrir klukkan fjögur í dag. Auglýsingarnar sem um ræðir eru birtar undir nafni sveitarfélaga. 9. júní 2023 11:43
Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. 8. júní 2023 17:48
Segir sveitarfélögin jafnvel í hættu á að missa jafnlaunavottunina Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir ákvörðun sveitarfélaganna að greiða ekki sömu laun fyrir sömu störf heldur mismuna fólki eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir brjóta gegn jafnréttislögum og jafnlaunavottun. 8. júní 2023 13:40
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6. júní 2023 10:56