Á vef Þjóðkirkjunnar segir að kjörið hafi verið rafrænt, en Kristján hlaut 425 atkvæði, eða tæplega 55 prósent atkvæða.
„Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli fékk 267 atkvæði eða 34,54% og sr. Dagur Fannar Magnússon sóknarprestur í Skálholtsprestakalli fékk 73 atkvæði eða 9,44% atkvæða.
Á kjörskrá voru 1444 og greiddu 773 atkvæði eða 53,53%.
Átta tóku ekki afstöðu,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar.
Kristján var fyrst kjörinn vígslubiskup árið 2018.
Ísland skiptist í tvö vígslubiskupsdæmi - Skálholtaumdæmi og Hólaumdæmi. Vígslubiskupar starfa í umboði biskups og hafa tilsjón með kristnihaldi í umdæmum sínum, veita andlega leiðsogn og efla kirkjulíf.