Yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft séu loðnar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 07:01 Snæbjörn segir engan vilja viðurkenna hversu stór hluti íslenskrar raforku fer í að grafa eftir bitcoin. Egill Aðalsteinsson Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum. Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína. Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Að sögn Snæbjarnar fást ekki upplýsingar frá íslenskum yfirvöldum um hversu stór hluti raforkunýtingar gagnavera fari í rafmyntagröft. Heldur ekki frá gagnaverunum sjálfum. Enginn vilji ræða hversu mikið þetta sé þrátt fyrir fyrirspurnir blaðamanna og þingmanna. Í aðsendri grein á Vísi á sunnudag greinir hann hins vegar frá tölum norska bitcoin-sérfræðingsins Jaran Mellerud, þar sem kemur fram að reiknigeta Íslands sé 1,3 prósent af heildinni. Það nemur 120 megawöttum af þeim 140 sem fóru til gagnavera á Íslandi árið 2022 samkvæmt Orkustofnun. Eða 85 prósent. Gagnaver nota 30 prósentum meira rafmagn en heimilin í landinu, sem þýðir að það fer meiri orka í að grafa eftir bitcoin en að knýja öll heimili landsins. Bitcoin er langstærsta rafmynt heims og Íslendingar eru langstærstu framleiðendur þess miðað við höfðatölu. „Þetta eru bestu tölurnar sem við höfum því enginn vill tala um þetta hérna á Íslandi,“ segir Snæbjörn sem er alfarið á móti nýtingu raforku til rafmyntagraftar. „Við höfum ekkert að gera við að styðja við svona spákaupmennsku með okkar rafmagni. Það eru miklu meiri verðmæti undir í náttúrunni. Það er hægt að gera alls konar vitleysu með orku en þetta er sennilega mesta vitleysan,“ segir hann. Kærðu Hvammsvirkjun Náttúrugrið eru tiltölulega ný náttúruverndarsamtök, stofnuð árið 2021. Takmark þeirra er að styðja við vernd líffræðilegs og jarðfræðilegs fjölbreytileika landsins á breiðum grunni. Hafa forsvarsmenn samtakanna þegar kært ýmis mál, svo sem framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá í samfloti með Náttúruverndarsamtök Íslands og Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF). Náttúrugrið kærðu framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar.Skipulagsstofnun Snæbjörn segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um rafmyntagröft loðnar. Í apríl árið 2021 sagði Hörður Arnarson forstjóri í Fréttablaðinu að ekki yrðu reistar virkjanir til þess að mæta aukinni orkuþörf gagnaveranna. Í þættinum Kveik á RÚV í apríl á þessu ári sagði hann hins vegar að Hvammsvirkjun myndi skaffa ýmsum raforku, þar á meðal gagnaverum. Ætti ekki að viðgangast „Það væri skömminni skárra ef gagnaverin væru að nýtast til annars en að grafa eftir bitcoin. En miðað við tölurnar þá fer 85 prósent orkunnar í bitcoin. Enda er gröfturinn gríðarlega orkufrekur. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur þetta ekkert minnkað,“ segir Snæbjörn. „Þetta er orkusóun sem ætti ekki að viðgangast í samfélagi eins og við lifum í í dag.“ Þá sé mikið áhyggjuefni að rafmyntafyrirtæki séu byrjuð að tala um að auka umsvif sín á Íslandi. En eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði hefur kínverska rafmyntafyrirtækið Bit Digital tilkynnt að það sé að auka umsvifin á Íslandi þó ekki sé greint frá því hvaðan orkan eigi að koma. Ástæðan er sú að Bandaríkin séu byrjuð að herða reglur og leggja á háa skatta á starfsemina. Þá er búið að úthýsa rafmyntragreftri frá Kína.
Umhverfismál Rafmyntir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01 Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Óviss framtíð rafmyntageirans undir smásjá eftirlitsstofnana Rafmyntageirinn er undir smásjá bandarískra fjármálayfirvalda sem aldrei fyrr eftir að tvær af stærstu rafmyntakauphöllum heims voru kærðar í byrjun vikunnar. Prófessor í fjármálum segir að rafmyntir gætu orðið ónothæfar í kjölfarið en rafmyntafjárfestir telur geirann standa áhlaupið af sér. 8. júní 2023 07:01
Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands? Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár. 19. apríl 2023 22:32