Yfirmaður PGA stígur tímabundið til hliðar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júní 2023 11:01 Jay Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að tilkynnt var um samruna PGA og LIV. Michael Reaves/Getty Images Jay Monahan, yfirmaður PGA-mótaraðarinnar í golfi, hefur látið daglegan rekstur mótaraðarinnar tímabundið í hendur sinna næstu undirmanna á meðan hann jafnar sig á veikindum. Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér. Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega. Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan. „Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni. „Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“ Joint Statement from TOUR Commissioner Jay Monahan and the PGA TOUR Policy Boardhttps://t.co/ZwqdKvJ9yv— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) June 14, 2023 Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Monahan hefur verið harðlega gagnrýndur af golfaðdáendum sem og kylfingum eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna. Á fundi sem haldinn var með kylfingum PGA-mótaraðarinnar kölluðu margir eftir að Monahan myndi segja af sér. Þá hafa stór nöfn í golfheiminum á borð við Rory McIlroy og Jon Rahm gagnrýnt samrunan opinberlega. Monahan hefur hins vegar ekki í hyggju að segja af sér, en hann mun þó stíga tímabundið til hliðar til að jafna sig á veikindum að því er fram kemur í sameiginlegri tilkynningu hans og PGA-mótaraðarinnar. Þeir Tyler Dennis og Ron Price munu stýra daglegum rekstri PGA á meðan. „Stjórnin styður Jay heilshugar og vonast til að allir munu virða einkalíf hans,“ segir í tilkynningunni. „Við munum veita frekari upplýsingar þegar það á við.“ Joint Statement from TOUR Commissioner Jay Monahan and the PGA TOUR Policy Boardhttps://t.co/ZwqdKvJ9yv— PGA TOUR Communications (@PGATOURComms) June 14, 2023
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira