Bíræfin býfluga barðist við að dingla bjöllunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2023 07:02 Býflguan var ansi spennt fyrir dyrabjöllunni og suðaði í langan tíma í kringum hana. Aðsent Fjölskylda í Breiðholtinu vaknaði upp á þriðjudag við óvæntan gest sem lá á húninum. Gesturinn sem hafði beðið lengi fyrir utan reyndist, við nánari athugun, vera suðandi býfluga sem vildi komast inn. Tryggvi Gunnar Tryggvason, rafeindavirki, náði myndbandi af gestinum reyna að dingla bjöllunni. Sama dag sá hann fréttir af býflugnaher sem hafði tekið yfir götu á Manhattan og fannst það of mikil tilviljunin til að vekja ekki athygli á myndbandinu. Vísir ræddi við Tryggva um þennan uppáþrengjandi morgungest. Þið vöknuðuð klukkan sjö við býflugu sem dinglaði bjöllunni eða hvað? „Hún náði ekki að dingla þó hún hafi reynt það,“ sagði Tryggvi léttur í lund. Hér má sjá myndbandið af býflugunni og þar fyrir neðan alla sólarsöguna. Klippa: Býfluga suðaði á húninum árla morguns Vildi komast í bakkelsið Eins og margir eru Tryggvi og fjölskylda hans með myndavélar í kringum húsið sitt ef óvænta gesti ber að garði. Það eru þó ekki bara mennskir gestir sem kíkja í heimsókn. „Við fáum viðvörun í símann að það sé einhver fyrir utan. Við erum með Ring-myndavélar sem láta vita að það sé einhver staðsettur fyrir utan. Þær sjá hreyfingu og það kemur melding um að það sé einhver persóna fyrir utan,“ sagði Tryggvi. „Klukkan var varla orðin sjö þannig við vorum að velta fyrir okkur hver ætti erindi svona snemma morguns.“ „Á leiðinni fram í hurð tekur konan mín eftir því að þessi býfluga er að reyna að komast inn og hangir í myndavélinni. Hún vildi endilega koma í kaffi og er að baksa þarna í góðan tíma,“ sagði hann. Hafa þið orðið mikið vör við býflugur þarna í kring? „Þær eru dálítið í kringum húsið okkar. Oftast úti í garði, ekki þarna fyrir framan. Þessi vildi hins vegar greinilega komast í sætabrauð,“ sagði Tryggvi. Þið hafið ekki hleypt býflugunni inn? „Nei, hún fékk ekki að koma inn, ekki í þetta sinn,“ sagði Tryggvi léttur að lokum. Dýr Skordýr Grín og gaman Reykjavík Tengdar fréttir Býflugur drápu 63 mörgæsir Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða. 20. september 2021 10:10 Þetta gerist þegar þrjú þúsund býflugur ráðast á þig Margir hræðast það að vera stungnir af býflugum eða geitungum. En það er nokkuð ljóst að flest allir yrði logandi hræddur ef þrjú þúsund býflugur myndu ráðast á þig í einu. 25. júní 2017 10:00 17 milljón brjálaðar býflugur Slökkviliðsmönnum sem komu að fjögurra bíla árekstri í Minnesota brá í brún þegar þeir sáu farþegana sem þeir þurftu að eiga við. 26. maí 2010 13:59 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Tryggvi Gunnar Tryggvason, rafeindavirki, náði myndbandi af gestinum reyna að dingla bjöllunni. Sama dag sá hann fréttir af býflugnaher sem hafði tekið yfir götu á Manhattan og fannst það of mikil tilviljunin til að vekja ekki athygli á myndbandinu. Vísir ræddi við Tryggva um þennan uppáþrengjandi morgungest. Þið vöknuðuð klukkan sjö við býflugu sem dinglaði bjöllunni eða hvað? „Hún náði ekki að dingla þó hún hafi reynt það,“ sagði Tryggvi léttur í lund. Hér má sjá myndbandið af býflugunni og þar fyrir neðan alla sólarsöguna. Klippa: Býfluga suðaði á húninum árla morguns Vildi komast í bakkelsið Eins og margir eru Tryggvi og fjölskylda hans með myndavélar í kringum húsið sitt ef óvænta gesti ber að garði. Það eru þó ekki bara mennskir gestir sem kíkja í heimsókn. „Við fáum viðvörun í símann að það sé einhver fyrir utan. Við erum með Ring-myndavélar sem láta vita að það sé einhver staðsettur fyrir utan. Þær sjá hreyfingu og það kemur melding um að það sé einhver persóna fyrir utan,“ sagði Tryggvi. „Klukkan var varla orðin sjö þannig við vorum að velta fyrir okkur hver ætti erindi svona snemma morguns.“ „Á leiðinni fram í hurð tekur konan mín eftir því að þessi býfluga er að reyna að komast inn og hangir í myndavélinni. Hún vildi endilega koma í kaffi og er að baksa þarna í góðan tíma,“ sagði hann. Hafa þið orðið mikið vör við býflugur þarna í kring? „Þær eru dálítið í kringum húsið okkar. Oftast úti í garði, ekki þarna fyrir framan. Þessi vildi hins vegar greinilega komast í sætabrauð,“ sagði Tryggvi. Þið hafið ekki hleypt býflugunni inn? „Nei, hún fékk ekki að koma inn, ekki í þetta sinn,“ sagði Tryggvi léttur að lokum.
Dýr Skordýr Grín og gaman Reykjavík Tengdar fréttir Býflugur drápu 63 mörgæsir Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða. 20. september 2021 10:10 Þetta gerist þegar þrjú þúsund býflugur ráðast á þig Margir hræðast það að vera stungnir af býflugum eða geitungum. En það er nokkuð ljóst að flest allir yrði logandi hræddur ef þrjú þúsund býflugur myndu ráðast á þig í einu. 25. júní 2017 10:00 17 milljón brjálaðar býflugur Slökkviliðsmönnum sem komu að fjögurra bíla árekstri í Minnesota brá í brún þegar þeir sáu farþegana sem þeir þurftu að eiga við. 26. maí 2010 13:59 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Býflugur drápu 63 mörgæsir Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða. 20. september 2021 10:10
Þetta gerist þegar þrjú þúsund býflugur ráðast á þig Margir hræðast það að vera stungnir af býflugum eða geitungum. En það er nokkuð ljóst að flest allir yrði logandi hræddur ef þrjú þúsund býflugur myndu ráðast á þig í einu. 25. júní 2017 10:00
17 milljón brjálaðar býflugur Slökkviliðsmönnum sem komu að fjögurra bíla árekstri í Minnesota brá í brún þegar þeir sáu farþegana sem þeir þurftu að eiga við. 26. maí 2010 13:59