Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Árni Sæberg og Kristján Már Unnarsson skrifa 14. júní 2023 20:08 Haraldur Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps, við Þjórsá, sem verður virkjuð með Hvammsvirkjun. Stöð 2/Sigurjón Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þrátt fyrir frestun í Rangárþingi-ytra er fastlega búist við því að framkvæmdaleyfið verði samþykkt þar á föstudaginn í næstu viku. Andstaðan gegn Hvammsvirkjun var fyrst og fremst Skeiða- og Gnúpverjahreppsmegin við Þjórsá en framkvæmdaleyfið var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða sveitarstjórnarmanna hreppsins. Fjórir greiddu atkvæði með og einn á móti. Í salnum voru þó staddir mótmælendur. Ekki ríkir sátt um Hvammsvirkjun í Skeiða- og Gnúverjahreppi.Stöð 2/Sigurjón Setja á fót eftirlitsnefnd með framkvæmdunum Kristján Már Unnarsson skellti sér að bökkum Þjórsár og ræddi við Harald Þór Jónsson, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hann segir ekkert hik hafa verið á sveitarstjórn hreppsins líkt og á nágrönnum þeirra hinum megin við ána. „Það hefur mikil vinna farið í að fara yfir framkvæmdaleyfisumsóknina og fara yfir allt málið og niðurstaðan af þeirri vinnu er ítarleg greinargerð, sem við leggjum fram, sem rammar inn sextán skilyrði gagnvart framkvæmdinni og í fyrsta sinn á Íslandi erum við að stofna eftirlitsnefnd, sem mun fylgjast með framkvæmdinni og tryggja það að öllum fyrirvörum verði uppfyllt,“ segir hann. Engar stórframkvæmdir alveg á næstunni Landsvirkjun hefur þegar boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð verða opnuð strax í næstu viku og stefnt er að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Hér mun stíflan rísa.Vísir/Kristján Már „Þetta er í rauninni allt að fara af stað. En í sjálfu sér framkvæmdir við virkjunina sjálfa, stöðvarhúsið og svo framvegis, það er ekki að hefjast á þessu ári. Það er fyrst og fremst vegagerð og aðstöðusköpun sem mun hefjast á þessu ári. Það er áætlað að það fari níu hundruð ársverk í byggingu virkjunarinnar og hún muni taka um það bil fjögur ár,“ segir Haraldur Þór. Þrjátíu ára deilum lokið Haraldur Þór segir það fjarri lagi að fullkomin sátt sé um framkvæmdina í sveitarfélaginu. „Ég held að engin framkvæmd hafi orsakað jafnmiklar deilur. Þetta er á þriðja áratug sem undirbúningur hefur staðið yfir. Nei, ég get nú ekki sagt að það sé sátt en á einhverjum tímapunkti þarf málið að enda og það er ákveðinn léttir að við séum á þeim tímapunkti í dag og getum farið að horfa fram á veginn.“ Þetta landssvæði í Þjórsárdal fer undir inntakslón Hvammsvirkjunar.Stöð 2/Sigurjón
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Umhverfismál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun greiðir 19,5 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 14,8 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi, en var 10,7 milljarðar á sama tímabili í fyrra og hækkar því um 40,6 prósent milli ára. Aðalfundur félagsins samþykkti að greiða eiganda sínum íslenska ríkinu um 19,5 milljarða króna í arð. 15. maí 2023 21:34
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55
Landsvirkjun áformar meiri orkuöflun á fjórum stöðum Ný orkuöflun Landsvirkjunar stefnir í að verða mjög umfangsmikil á næstu árum, að sögn forstjórans. Auk Hvammsvirkjunar áformar fyrirtækið stækkun virkjana á Þeistareykjum og við Sigöldu sem og vindorkulund við Búrfell. 6. desember 2022 11:12