Góð bleikjuveiði við Ásgarð Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2023 09:02 Sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast í Soginu Við höfum svo sem áður sagt frá því að bleikjan í Soginu virðist bara stækka eftir að sleppiskylda var sett á og það hafa fáir kvartað yfir því. Bleikjur í stærðinni 50-60 sm voru ekkert of algengar hér á árum áður þegar undirritaður var að veiða við Ásgarð og á Bíldsfelli en vissulega veiddust þær reglulega sem og stærri bleikjur en það þótti alltaf frétt. Núna er staðan bara þannig að það þykir ekkert tiltökumál að landa bleikjum í þessari stærð. Þetta er augljós árangur af því að sleppa bleikjunni aftur og það verður spennandi að fylgjast með á næstu árum og sjá hvort það komi bleikja á fluguna sem verður 70 sm eða stærri. Tekist á við stóra bleikju við Ásgarð í SoginuMynd: Tómas Lorange FB Hópur sem var að ljúka veiðum við Ásgarð í gær landaði 27 bleikjum og missti eitthvað eins og gengur og gerist. Stærsta bleikjan var 62 sm og töluvert magn af bleikjunni var í 50-60 sm. Ásgarður er líklega að verða það svæði á landinu ásamt Litluá í Kelduhverfi þar sem stórar bleikjur veiðast nær daglega en það er ótrúlega gaman að eiga við stórar bleikjur því þær láta allt öðruvísi á færi en til dæmis lax eða urriði. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Bleikjur í stærðinni 50-60 sm voru ekkert of algengar hér á árum áður þegar undirritaður var að veiða við Ásgarð og á Bíldsfelli en vissulega veiddust þær reglulega sem og stærri bleikjur en það þótti alltaf frétt. Núna er staðan bara þannig að það þykir ekkert tiltökumál að landa bleikjum í þessari stærð. Þetta er augljós árangur af því að sleppa bleikjunni aftur og það verður spennandi að fylgjast með á næstu árum og sjá hvort það komi bleikja á fluguna sem verður 70 sm eða stærri. Tekist á við stóra bleikju við Ásgarð í SoginuMynd: Tómas Lorange FB Hópur sem var að ljúka veiðum við Ásgarð í gær landaði 27 bleikjum og missti eitthvað eins og gengur og gerist. Stærsta bleikjan var 62 sm og töluvert magn af bleikjunni var í 50-60 sm. Ásgarður er líklega að verða það svæði á landinu ásamt Litluá í Kelduhverfi þar sem stórar bleikjur veiðast nær daglega en það er ótrúlega gaman að eiga við stórar bleikjur því þær láta allt öðruvísi á færi en til dæmis lax eða urriði.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði