Fínasta veiði í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 15. júní 2023 13:20 Falleg bleikja úr Hlíðarvatni Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af þessum vötnum sem veiðimenn geta endalaust verið að læra betur á en í vatninu veiðist bleikja og oft mjög væn. Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt hjá mörgum sem hafa kíkt í vatnið en það er samt alltaf þannig að reynsluboltarnir eru aflahæstir þarna. Það er fátt sem heitir byrjendaheppni í bleikju í Hlíðarvatni en það er líka það sem gerir þetta vatn vinsælt. Veiðimenn og veiðikonur sem mæta reglulega í vatnið í misjöfnum aðstæðum eru alltaf að læra betur og betur á vatnið og með þeirri ástundun er yfirleitt óhjákvæmilegt að árangurinn verður betri. Bleikjan í vatninu er yfirleitt 1-3 pund en inná milli veiðast reglulega 3-5 punda bleikjur og af og til stærri bleikjur en það. Á hverju ári sjást þessar stóru og þá erum við að tala um bleikjur sem ná líklega 70 sm og bústnar eftir því. Bleikjan úr vatninu er virkilega góður matfiskur og sé rétta flugan borin fram fyrir hana, getur dagsveiðin orðið nóg í veislu fyrir stóra fjölskyldu. Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði
Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt hjá mörgum sem hafa kíkt í vatnið en það er samt alltaf þannig að reynsluboltarnir eru aflahæstir þarna. Það er fátt sem heitir byrjendaheppni í bleikju í Hlíðarvatni en það er líka það sem gerir þetta vatn vinsælt. Veiðimenn og veiðikonur sem mæta reglulega í vatnið í misjöfnum aðstæðum eru alltaf að læra betur og betur á vatnið og með þeirri ástundun er yfirleitt óhjákvæmilegt að árangurinn verður betri. Bleikjan í vatninu er yfirleitt 1-3 pund en inná milli veiðast reglulega 3-5 punda bleikjur og af og til stærri bleikjur en það. Á hverju ári sjást þessar stóru og þá erum við að tala um bleikjur sem ná líklega 70 sm og bústnar eftir því. Bleikjan úr vatninu er virkilega góður matfiskur og sé rétta flugan borin fram fyrir hana, getur dagsveiðin orðið nóg í veislu fyrir stóra fjölskyldu.
Stangveiði Mest lesið Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði