Jón kvaddur á Bessastöðum: „Hann er litríkur“ Árni Sæberg skrifar 19. júní 2023 11:29 Jón Gunnarsson lætur af störfum með bros á vör. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum. Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
Í dag fer fram ríkisráðsfundur á Bessastöðum þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur formlega við starfi dómsmálaráðherra, eftir langa bið. Jón kveður dómsmálaráðuneytið sáttur en segir þó að hann hefði viljað klára sín mál, þá helst útlendingamál og lögreglufrumvarpið, sem hlaut ekki brautargengi á þinginu í vor. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir utan Bessastaði að hann geri ráð fyrir því að Guðrún fylgi stefnu Jóns eftir. Konur komnar í meirihluta Með skiptingunni eru konur nú komnar í meirihluta í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins, sem og í ríkisstjórninni sjálfri. Það er í fyrsta skipti sem það gerist og tímasetningin gæti vart verið betri, í dag er sjálfur kvenréttindadagurinn. Nú er því fagnað að 108 ár eru frá því að konur, fjörutíu ára og eldri, hlutu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði við komuna á Bessastaði að hún fagni þessum áfanga. Það sé gaman á sjá vörður á leiðinni til jafnréttis kynjanna. Gaman í kringum Jón Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði ekkert óeðlilegt við það að skipt sé um ráðherra á miðju tímabili og það hafi lengi legið fyrir að það stæði til. Hann veit ekki til þess að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafi í hyggju að hrista upp í sínu ráðherraliði. „Jón hefur staðið sig, fyrir sinn málstað, mjög vel. Við höfum ekki alltaf verið sammála við Jón og ég vonast til þess að eiga mjög gott samstarf við nýjan dómsmálaráðherra. En óska Jóni að sjálfsögðu alls hins besta og þakka fyrir samstarfið,“ sagði Guðmundur Ingi. Svandís Svavarsdóttir, flokksystir hans og Matvælaráðherra, sagði að breytingarnar leggist vel í hana. Muntu sakna Jóns? „Ég meina hann er litríkur og það er alltaf gaman þegar það er stuð. En ég held að Guðrún sé öruggleg flott,“ sagði hún. Góð kona inn fyrir góðan mann Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði Jón hafa staðið sig vel í starfi en góð kona væri að koma inn fyrir góðan mann. Guðrún hefði allt til brunns að bera til að sinna þessu starfi vel. Hann sagðist ekki telja að ráðherraskiptin myndu flækja ríkisstjórnarsamstarfið. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, sagði það viðeigandi að það bæri upp á kvenréttindadeginum að í fyrsta sinn yrðu konu í meirihluta í ríkisstjórn. Hún sagði að eftirsjá yrði af Jóni en hún hlakkaði til að starfa með nýjum ráðherra.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Tengdar fréttir „Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18 Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
„Jón hefur verið að fylgja stefnu flokksins og ég mun fylgja stefnu flokksins“ Guðrún Hafsteinsdóttir, nýsleginn dómsmálaráðherra, segir fyrirrennara sinn Jón Gunnarsson hafa verið gríðarlega öflugan í starfi. Hann hafi ýtt mikilvægum málum úr vör og hún muni sigla þeim örugglega í höfn og nefnir sérstaklega útlendingamálin, sem séu þau mikilvægustu í íslensku samfélagi. 19. júní 2023 11:18
Þrýst verði á Guðrúnu að fylgja stefnu Jóns Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að staðan í útlendingamálum sé grafalvarleg og þrýstingur verði á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, sem tekur við embætti dómsmálaráðherra í dag, að fylgja eftir stefnu Jóns Gunnarssonar í málaflokknum. 19. júní 2023 10:19