Innlent

„Ráð­herrann mun ég sitja uppi með ævi­langt“

Árni Sæberg skrifar
Brynjar Níelsson er án vinnu þessa dagana.
Brynjar Níelsson er án vinnu þessa dagana. Vísir/Vilhelm

Brynjar Níelsson, sem var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar fyrrverandi dómsmálaráðherra, segist kveðja dómsmálaráðuneytið með söknuði.

„Þeir sem trúa að þeir séu með ríkari réttlætiskennd en aðrir og gjarnan í andnauð yfir eigin manngæsku mótmæltu kröftuglega komu Jóns í ráðuneytið og fóru á stað með undirskriftalista þegar þeir sáu hver ætti að aðstoða hann. Nú ætti þetta fólk að geta litið glaðan dag aftur,“ sagði Brynjar á Facebook í gær.

Brynjar varð sem kunnugt er atvinnulaus þegar Jón Gunnarsson afhenti Guðrúnu Hafsteinsdóttur lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann nýtti tilefnið og ritaði færslu á Facebook.

Hann segir margt hafa komið sér á óvart í dómsmálaráðuneytinu, miðað við það hvernig stjórnmálamenn tala um embættismenn í stjórnkerfinu.

„Í dómsmálaráðuneytinu er enginn skortur á fagmennsku. Allir til þjónustu reiðubúnir, veita góð ráð, leiðbeina og fylgja eftir markmiðum ráðherra. Það eru margar Soffíur sem vinna í dómsmálaráðuneytinu. Á eftir sakna þeirra. Ráðherrann mun ég sitja uppi með ævilangt,“ sagði Brynjar.


Tengdar fréttir

Jón kvaddur á Bessa­stöðum: „Hann er lit­ríkur“

Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, gekk út af sínum síðasta ríkisráðsfundi, allavega í bili, fyrir skömmu. Félagar hans í ríkisstjórn sögðu flestir að söknuður verði af honum.

„Jón Gunnarsson er karl og ég er kona“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Að hennar mati þarf að bregðast við auknu streymi fólks hingað til lands með einhverjum hætti. Hún segir þó að það sé munur á sér og forvera sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×