Paul Watson ánægður með Svandísi Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2023 13:42 Paul Watson segist hafa verið þess albúinn að láta sverfa til stáls á miðunum, til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar hvalveiðar. Nú mun ekki koma til átaka og er Watson afar ánægður með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur að afturkalla leyfi til hvalveiða. vísir/vilhelm/getty Paul Watson segir að hann ætli að hinkra við með skip sitt í bili á Íslandsmiðum ef ske kynni að Kristján Loftsson leggi af stað á miðin með hvalfangara sína. „Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Yfirlýsingin frá yfirvöldum þess efnis að bann væri lagt við hvalveiðum birtist okkur þegar við vorum að koma inn í íslenska lögsögu. Við erum mjög ánægðir með hana,“ segir Paul Watson aktívisti og skipstjóri auk Locky MacLean á skipinu John Paul De Joria. Eins og fram kom á Vísi í gær ætluðu þeir að trufla fyrirhugaðar hvalveiðar sem til stóð að hæfust á morgun. Nú verður ekkert af því. „Við erum mjög ánægðir að geta nú komist hjá átökum við Landhelgisgæsluna því við hefðum gert allt sem í okkar valdi stæði til að koma í veg fyrir veiðarnar. Jafnvel þó það kynni að þýða það að við myndum glata skipi okkar. Slík átök myndu hafa mjög neikvæð áhrif fyrir Ísland og Landhelgisgæsluna,“ segir Paul Watson og greinilega í vígahug. „Við vorum undir það búnir að þurfa að sæta handtöku og verða dæmdir til sektargreiðslna vegna afskipta okkar af ólöglegum veiðum Kristjáns Loftssonar. Réttarhöldin myndu gefa okkar tækifæri til að þrýsta enn á um að íslenska ríkisstjórnin segði komið gott með hvalveiðar.“ En nú er ljóst að ekki mun koma til þess. Ekki í bili. „Nei. Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Tilkynning hennar þýðir að ekki mun koma til átaka.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53 Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21 „Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Engar hvalveiðar í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að stöðva veiðar á langreyðum í sumar. Til stóð að hefja hvalveiðar á morgun en nú er ljóst að það verður ekki gert fyrr en 1. september, í fyrsta lagi. „Nú er spurningin sú hvort þessi atvinnugrein eigi sér yfir höfuð framtíð,“ segir hún. 20. júní 2023 11:53
Paul Watson segir hvalveiðar Íslendinga stjórnast af þráhyggju eins manns Paul Watson fyrrverandi leiðtogi Sea Shepard samtakanna sem sökktu tveimur hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986 nálgast Íslandsmið til að trufla veiðar Hvals hf. í sumar. Hópur fólks úr Hvalavinum koma saman til mótmæla við hvalbátana seinni partinn í dag en nú er verið að undirbúa þá til veiða. 19. júní 2023 19:21
„Enginn hefur gagnast Kristjáni Loftssyni betur en Paul Watson“ Ýmislegt bendir til þess að skip aktívistans Pauls Watson sé á leið til Íslands. Ekki bara eru það hvalfangarar sem hafa horn í síðu hins umdeilda manns heldur umhverfisverndarsinnar einnig. 19. júní 2023 13:01