Með veika móður og einhverfa dóttur en fær ekki hæli Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2023 09:00 Mariangel Garcia hefur dvalið á Íslandi í átta mánuði. Vísir/Dúi Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup. Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Mariangel kemur frá Venesúela en hún flúði til Íslands fyrir átta mánuðum síðan vegna ástandsins þar í landi. Hún kom hingað með dóttur sinni sem er einhverf og móður sinni sem þjáist að lungnasjúkdómi. Umsókn hennar um hæli hefur þó verið hafnað og verður henni því að öllum líkindum vísað úr landi á næstunni. Hún segir ástandið í Venesúela vera mun verra en fólk geri sér grein fyrir. Hún til að mynda átti þar lítið fyrirtæki en þurfti að loka því eftir að henni fóru að berast líflátshótanir. „Ég átti verslun, litla verslun sem seldi helstu nauðsynjar. Þeir fjárkúguðu mig og ég gat ekki tilkynnt það til lögreglunnar af því þessir sömu lögregluþjónar eru þeir sem hvetja til fjárkúgunarinnar,“ segir Mariangel. Mariangel starfar sem sjálfboðaliði í Fjölskylduhjálp í Reykjanesbæ en er menntuð sem hjúkrunarfræðingur. Hún segir að það yrði erfitt fyrir hana að sjá um móður sína yrðu þær sendar aftur til Venesúela en lágmarkslaun þar á mánuði samsvara um sex hundruð og fimmtíu íslenskum krónum. Vinni maður þar í fjörutíu tíma á viku yrði tímakaupið um fjórar krónur. Mariangel hefur eignast marga vini hér á landi. Vísir/Dúi „Launin í Venesúela eru mjög lág, lífsskilyrðin í Venesúela eru mjög slæm,“ segir Mariangel. Hún biðlar til stjórnvalda um að samþykkja umsókn hennar en hún hefur þegar áfrýjað höfnuninni. „Ég, líkt og margir aðrir Venesúelamenn, er búin að vera meira en átta mánuði hér á landi og við höfum reynt að aðlagast. Ég vil ekki vera byrði fyrir þetta land. Ég bið bara um tækifæri til að gefa móður minni og dóttur gott líf,“ segir Mariangel.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Venesúela Reykjanesbær Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira