Bjarni beri fulla ábyrgð á straumi fólks frá Venesúela hingað Jakob Bjarnar skrifar 27. júní 2023 13:23 Jóhann Páll er gáttaður á Bjarna, hvernig hann kjósi að leggja útlendingamálin upp með að þar ríki algert stjórnleysi. „Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er gáttaður á því sem hann vill meina að sé afar misvísandi málflutningur Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Jóhann Páll fylgdist, líkt og svo margir aðrir, með hressilegu Pallborði Vísis í morgun en þar sátu fyrir svörum leiðtogar stjórnarflokkanna, þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Jóhann Páll hnaut ekki síst um það sem Bjarni hafði um innflytjendamál að segja. „Þessi umræða um Venesúelafólk var mögnuð,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Yfirgengileg og misvísandi umræða Að sögn þingmannsins var það á vakt Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu 2018 sem tekin var sérstök ákvörðun um að veita umsækjendum frá Venesúela sérstaka meðferð. „Og samþykkja hverja einustu umsókn óháð einstaklingsbundnum aðstæðum fólksins. Mjög afdrifarík ákvörðun – en nú er talað um þessar umsóknir venesúelskra ríkisborgara í algeru samhengisleysi, eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með þetta að gera?!“ Jóhann Páll vísar hér sérstaklega til ummæla Bjarna um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd: „Það er stjórnleysi í málaflokknum, sagði Bjarni. Um málefnasviðsvið sem hans flokkur hefur farið með í tíu ár og mistekist að koma stjórn á.“ Að mati þingmannsins er umræðan um umsóknir frá Venesúela með miklum ólíkindum og slitin úr öllu samhengi. Ákvörðunin sem tekin var, á vakt Sjálfstæðisflokksins, hafi reynst afdrifarík. „Ísland var eina Evrópuríkið sem ákvað að afgreiða umsóknir venesúelskra ríkisborgara með þessum hætti, veita þeim viðbótarvernd skilyrðislaust, og senda fólkinu þannig skýr skilaboð um að leita hingað.“ Flumbrukennd og ábyrgðarlaus pólitík Jóhann Páll segir að fyrir vikið hafi til að mynda íslenskum stjórnvöldum borist 1.184 umsóknir frá ríkisborgurum Venesúela í fyrra meðan slíkar umsóknir voru 94 í Noregi, 72 í Svíþjóð og 5 í Finnlandi. „Það var líka afdrifarík ákvörðun að stöðva afgreiðslu allra Venesúelaumsókna. Á meðan má fólk ekki vinna, er í skammtímabúsetuúrræðum og ríkissjóður borgar í stað þess að fólk komist til vinnu og geti sjálft aflað sér viðurværis,“ segir Jóhann Páll og er gáttaður á því hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins kýs að leggja málin upp. „Allt er þetta afleiðingin af „stjórnleysi“, flumbrukenndri og ábyrgðarlausri pólitík Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Það verður að skipta um kúrs í dómsmálaráðuneytinu. Munum líka að fjársveltir innviðir og fjársvelt grunnþjónusta er stjórnmálamönnum en ekki flóttamönnum að kenna.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Innflytjendamál Pallborðið Tengdar fréttir Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34 Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Samfylkingin langstærsti flokkurinn og ríkisstjórnin fellur enn Samfylkingin mælist nú tæplega níu prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningum og er nú 34,2 prósent. Könnunin fór fram 1. til 22. júní. 27. júní 2023 08:34
Formenn ræddu ágreinings- og átakamál í Pallborðinu á Vísi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið. 27. júní 2023 07:19
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent