Snjóþyngslum og verðbólgu kennt um lakari niðurstöðu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 29. júní 2023 14:19 „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í tilkynningu borgarinnar. vísir/vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur mánuðum ársins er um 1,8 milljarði króna lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Í tilkynningu borgarinnar segir að niðurstaðan skýrist að mestu leyti af mikilli verðbólgu og snjóþungum vetri. Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur. Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Óendurskoðað rekstraruppgjör A-hluta fyrir tímabilið janúar til mars 2023 var lagt fram í borgarráði í dag. Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaða A-hluta hafi verið neikvæð um 3,974 milljarða króna. Áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 2,167 milljarða króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 1,807 milljarða króna lakari en áætlað var. Verðbólga, snjóþyngsli og aukinn kostnaður við skólaþjónustu „Frávik skýrast einkum af hærri fjármagnsgjöldum en áætlanir gerðu ráð fyrir sökum verðbólgu eða 995 m.kr. yfir áætlun. Vetrarþjónusta var 588 m.kr. yfir fjárheimildum vegna snjóþyngsla á tímabilinu. Þá hefur kostnaður verið umfram áætlanir á skóla- og frístundasviði, að hluta til vegna móttöku barna af erlendum uppruna og auknum fjölda barna sem þurfa sértæk úrræði umfram það sem áætlað var,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Veltufé betra en á síðasta ári Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 764 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 47 m.kr. þannig að niðurstaðan var 812 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 667 m.kr. eða 1,016 m.kr. lakara en áætlað var. Veltufé var 1,956 m.kr. betra en á sama tíma árið 2022. „Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga,” er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. „Áhrif af verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins nær alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betri en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaráætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst,” segir Dagur ennfremur.
Borgarstjórn Reykjavík Snjómokstur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira