Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 30. júní 2023 08:30 Brynjar sölustjóri Norðurár með flottan lax úr opnun Nú er að vera mánuður síðan fyrstu árnar opnuðu og næstu tvær til þrjár vikur er sá tími sem stærsti hlutinn af laxagöngum sumarsins er að mæta. Veiðimenn og leigutakar eru nokkuð sáttir að heyra nú þegar júní mánuður er að líða en auðvitað voru flestir að vonast eftir sterkari göngum í byrjun en það hefur alveg gerst áður að göngur hafi komið seint svo það er engin farinn að örvænta. Skilyrðin til veiða hafa oft verið erfið, sérstaklega í ánum á vesturlandi sem hafa á tíma verið nokkuð vatnsmiklar eftir einn blautasta júní í manna minnum. Þegar tölurnar eru skoðaðar þá hljóta umsjónaraðilar Norðurár að vera í góðu skapi en Norðurá er enn sem komið er með mestu veiðina en þar hafa komið 246 laxar á land sem verður bara að teljast nokkuð gott en flestir sem hafa verið við ána í þessum mánuði segja að það sé gott magn af fiski í ánni og líklegt að hún verði í mjög góðu vatni fram í júlí sem gerir auðvitað mikið fyrir veiðitölur. Veiðin í Urriðafossi er minni en margir áttu von á en engu að síður hafa komið 225 laxar þar á land á aðeins fjórar stangir frá opnun sem gerir hana að þeirri laxveiðiá sem skilar flestum löxum per stöng. Framundan er besti mánuður sumarsins í laxveiðiánum og næsti stóri straumur er það sem allir bíða eftir að sjá hverju skili í árnar. Topp listinn yfir árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna HÉR. 1. Norðurá - 246 laxar 2. Urriðafoss í Þjórsá - 225 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 118 laxar 4. Haffjarðará - 93 laxar 5. Blanda - 69 laxar 6. Hítará - 53 laxar 7. Miðfjarðará - 49 laxar 8. Víðidalsá - 48 laxar 9. Eystri Rangá - 42 laxar 10. Stóra Laxá - 39 laxar Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Veiðimenn og leigutakar eru nokkuð sáttir að heyra nú þegar júní mánuður er að líða en auðvitað voru flestir að vonast eftir sterkari göngum í byrjun en það hefur alveg gerst áður að göngur hafi komið seint svo það er engin farinn að örvænta. Skilyrðin til veiða hafa oft verið erfið, sérstaklega í ánum á vesturlandi sem hafa á tíma verið nokkuð vatnsmiklar eftir einn blautasta júní í manna minnum. Þegar tölurnar eru skoðaðar þá hljóta umsjónaraðilar Norðurár að vera í góðu skapi en Norðurá er enn sem komið er með mestu veiðina en þar hafa komið 246 laxar á land sem verður bara að teljast nokkuð gott en flestir sem hafa verið við ána í þessum mánuði segja að það sé gott magn af fiski í ánni og líklegt að hún verði í mjög góðu vatni fram í júlí sem gerir auðvitað mikið fyrir veiðitölur. Veiðin í Urriðafossi er minni en margir áttu von á en engu að síður hafa komið 225 laxar þar á land á aðeins fjórar stangir frá opnun sem gerir hana að þeirri laxveiðiá sem skilar flestum löxum per stöng. Framundan er besti mánuður sumarsins í laxveiðiánum og næsti stóri straumur er það sem allir bíða eftir að sjá hverju skili í árnar. Topp listinn yfir árnar er hér fyrir neðan en listann í heild sinni má finna HÉR. 1. Norðurá - 246 laxar 2. Urriðafoss í Þjórsá - 225 laxar 3. Þverá/Kjarrá - 118 laxar 4. Haffjarðará - 93 laxar 5. Blanda - 69 laxar 6. Hítará - 53 laxar 7. Miðfjarðará - 49 laxar 8. Víðidalsá - 48 laxar 9. Eystri Rangá - 42 laxar 10. Stóra Laxá - 39 laxar
Stangveiði Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði