„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júlí 2023 07:00 Elfa Rós Helgadóttir, Vilborg Ásta Árnadóttir og Sigrún Dís Hauksdóttir opnuðu á dögunum markaðstorg á netinu sem heitir visteyri.is og er að danskri fyrirmynd. Markaðstorgið býður upp á að kaupa og selja notuð föt en vinkonunum fannst vanta að það væri hægt að kaupa notuð föt á Íslandi með sambærilegum hætti og í netverslunum. „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. Saman opnuðu þær á dögunum vistvænt markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt, greiða fyrir vörurnar og fá sent um allt land. „Við kynntumst þessu konsepti svo vel í Danmörku þar sem við bjuggum allar á einhverjum tímapunkti og fannst þetta algjörlega vanta hér,“ segir Elfa. „Vissulega er þetta mikil vinna en hún er eitthvað svo áreynslulaus því hún er svo skemmtileg að tíminn hreinlega flýgur,“ segir Sigrún brosandi en allar eru vinkonurnar í fullu starfi samhliða nýja rekstrinum auk þess sem Sigrún Dís á eins árs gamalt barn. Jákvæð samskipti lykilatriði Vinkonurnar eiga nám í Danmörku allar sameiginlegt en af þeim þremur, er það Vilborg sem er búsett á Íslandi en hún starfar sem markaðsstjóri hjá Póstinum. Elfa starfar líka í markaðsmálum en er búsett í Kaupmannahöfn. Þar starfar Elfa sem vaxtarmarkaðsstjóri (e. growth marketing manager) í höfuðstöðvum Flying Tiger. Sigrún er búsett í Óðinsvé og lauk þar nýlega meistaranámi í vöruþróun og nýsköpun. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem forritari veflausna og bráðlega mun fjölskyldan flytja heim því að Sigrún hefur ráðið sig til starfa hjá Hugsmiðjunni. Sameiginlegt áhugamál allra er síðan allt sem tengist tísku og fatnaði. „Við vorum búnar að fylgjast með hvað viðtökurnar við loppumörkuðunum heima hafa verið frábærar og það hefur bara verið að aukast jafnt og þétt á Íslandi að fólk er að selja og kaupa notaðar flíkur, enda umhverfisvænt og mikilvægt fyrir hringrásarhagkerfið,“ segir Vilborg. „Það sem okkur fannst hins vegar svo mikilvægt var að opna þægilegt markaðstorg á netinu þar sem væri auðvelt að selja notuð föt Það er líka tækifæri fyrir landsbyggðina að koma sterkari inn því að póstþjónustan er orðin svo víðtæk á Íslandi að póstbox má hreinlega finna mjög víða ef ekki er sent heim. Mamma er til dæmis alveg kolfallin fyrir þessu, henni finnst þetta svo auðvelt!“ segir Elfa. Vinkonurnar segja verkaskiptingu mjög góða á milli þríeykisins. Sigrún sér um allt sem snýr að forritun og tæknimálum á meðan Vilborg og Elfa vinna í markaðsmálum og praktískum málum eins og bókhaldi eða annarri rekstrarumsýslu. En nú eruð þið allar staðsettar á sitthvorum staðnum, hvernig er það að ganga? „Það sem bjargar því hjá okkur er að samskiptin á milli okkar þriggja eru svo góð,“ segir Vilborg og vinkonurnar kinka kolli henni til samlætis. Við erum með fund einu sinni í viku saman og síðan erum við í stanslausu sambandi þess á milli. Ef eitthvað kemur upp er það bara rætt og stundum þurfum við að úthluta verkefnum á milli okkar upp á nýtt og svo framvegis. Þetta er allt að ganga svo vel hjá okkur vegna þess að við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti, að hvetja hvor aðra og að hugsa í lausnum.“ Elfa, Vilborg og Sigrún hafa allar verið í námi í Danmörku. Elfa starfar hjá Flying Tiger í Kaupmannahöfn, Vilborg starfar í dag sem markaðsstjóri hjá Póstinum og Sigrún er við það að flytja heim frá Óðinsvéum til að byrja í nýju starfi hjá Hugsmiðjunni. Þær viðurkenna að oft eru vinnudagarnir langir þar sem hver pása eða frítími er nýttur fyrir visteyri.is. Verkefnið sé samt svo skemmtilegt að þær gleymi sér alveg í ástríðunni fyrir því. Með marga bolta á lofti Vilborg, Elfa og Sigrún segja allar að vinnuveitendurnir þeirra hafi tekið vel í þær fréttir að samhliða fullu starfi séu þær með reksturinn á markaðstorginu. „Það finnst öllum þetta bara mjög jákvætt og spennandi og ég hef ekki upplifað neitt nema mjög mikið hrós og hvatningu,“ segir Sigrún og Vilborg og Elfa taka undir. Þær segja viðtökurnar síðustu daga hafa verið framar björtustu vonum og skemmtilegast sé að sjá hvað landsbyggðin er að taka vel við sér, þarna opnaðist loks auðveldara tækifæri fyrir söluaðila og kaupendur að geta verslað með notuð föt. Á síðunni má sjá upplýsingar um söluaðila og seljendur vikunnar og vinkonurnar segja margt spennandi í farvatninu sem líta muni dagsins ljós á komandi vikum og mánuðum. Í dag sé áherslan á að sinna því sem seljendur og kaupendur eru að sýsla með í gegnum markaðstorgið og fá endurgjöf frá notendum, sem nýtist einmitt svo vel fyrir þróunina á vefsíðunni. „Það er kannski helst að við þrjár þjáumst af fullkomnunaráráttu,“ segir Vilborg og hópurinn skellir upp úr. Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu. Og auðvitað hefur þetta stundum verið algjört korter í burnout, því það að vera í fullu starfi og hefja svona rekstur er auðvitað smá klikkun líka. En þetta er bara svo gaman að maður er ekki að upplifa álagið eins og kvöð, heldur eitthvað sem maður er að sinna af ástríðu og áhuga,“ segir Elfa og skælbrosir. Allar segjast þær líka hafa lært mjög mikið á verkefninu. Ekki síst hvor annarri og þá sérstaklega hvernig markaðsviðhorfið nýtist forritara eins og Sigrúnu eða hvernig tæknikunnáttan hennar nýtist markaðsfólki eins og Vilborgu og Elfu. Endurgjöfin frá notendum er þó það sem stendur uppúr að þeirra mati, að vera eftir um eins og hálfs árs vinnu loksins komin með markaðstorgið í loftið og kaupin á eyrinni hafin. Maðurinn minn segir líka stundum að ég sé eins og unglingur með tölvuleikjafíkn því maður er alltaf að kíkja og sjá hvað er að gerast og getur bara ekki hætt, þetta er svo gaman,“ segir Sigrún og bætir við: „En við erum mjög stoltar og ánægðar með þetta, erum gott teymi saman sem hugsar í jákvæðum lausnum og höfum yfirstigið fullt af hindrunum sem við héldum kannski stundum að við myndum ekki ná að yfirstíga. En höfum komist yfir þær allar.“ Verslun Umhverfismál Tíska og hönnun Starfsframi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Saman opnuðu þær á dögunum vistvænt markaðstorg á netinu þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt, greiða fyrir vörurnar og fá sent um allt land. „Við kynntumst þessu konsepti svo vel í Danmörku þar sem við bjuggum allar á einhverjum tímapunkti og fannst þetta algjörlega vanta hér,“ segir Elfa. „Vissulega er þetta mikil vinna en hún er eitthvað svo áreynslulaus því hún er svo skemmtileg að tíminn hreinlega flýgur,“ segir Sigrún brosandi en allar eru vinkonurnar í fullu starfi samhliða nýja rekstrinum auk þess sem Sigrún Dís á eins árs gamalt barn. Jákvæð samskipti lykilatriði Vinkonurnar eiga nám í Danmörku allar sameiginlegt en af þeim þremur, er það Vilborg sem er búsett á Íslandi en hún starfar sem markaðsstjóri hjá Póstinum. Elfa starfar líka í markaðsmálum en er búsett í Kaupmannahöfn. Þar starfar Elfa sem vaxtarmarkaðsstjóri (e. growth marketing manager) í höfuðstöðvum Flying Tiger. Sigrún er búsett í Óðinsvé og lauk þar nýlega meistaranámi í vöruþróun og nýsköpun. Frá árinu 2017 hefur hún starfað sem forritari veflausna og bráðlega mun fjölskyldan flytja heim því að Sigrún hefur ráðið sig til starfa hjá Hugsmiðjunni. Sameiginlegt áhugamál allra er síðan allt sem tengist tísku og fatnaði. „Við vorum búnar að fylgjast með hvað viðtökurnar við loppumörkuðunum heima hafa verið frábærar og það hefur bara verið að aukast jafnt og þétt á Íslandi að fólk er að selja og kaupa notaðar flíkur, enda umhverfisvænt og mikilvægt fyrir hringrásarhagkerfið,“ segir Vilborg. „Það sem okkur fannst hins vegar svo mikilvægt var að opna þægilegt markaðstorg á netinu þar sem væri auðvelt að selja notuð föt Það er líka tækifæri fyrir landsbyggðina að koma sterkari inn því að póstþjónustan er orðin svo víðtæk á Íslandi að póstbox má hreinlega finna mjög víða ef ekki er sent heim. Mamma er til dæmis alveg kolfallin fyrir þessu, henni finnst þetta svo auðvelt!“ segir Elfa. Vinkonurnar segja verkaskiptingu mjög góða á milli þríeykisins. Sigrún sér um allt sem snýr að forritun og tæknimálum á meðan Vilborg og Elfa vinna í markaðsmálum og praktískum málum eins og bókhaldi eða annarri rekstrarumsýslu. En nú eruð þið allar staðsettar á sitthvorum staðnum, hvernig er það að ganga? „Það sem bjargar því hjá okkur er að samskiptin á milli okkar þriggja eru svo góð,“ segir Vilborg og vinkonurnar kinka kolli henni til samlætis. Við erum með fund einu sinni í viku saman og síðan erum við í stanslausu sambandi þess á milli. Ef eitthvað kemur upp er það bara rætt og stundum þurfum við að úthluta verkefnum á milli okkar upp á nýtt og svo framvegis. Þetta er allt að ganga svo vel hjá okkur vegna þess að við leggjum áherslu á jákvæð og góð samskipti, að hvetja hvor aðra og að hugsa í lausnum.“ Elfa, Vilborg og Sigrún hafa allar verið í námi í Danmörku. Elfa starfar hjá Flying Tiger í Kaupmannahöfn, Vilborg starfar í dag sem markaðsstjóri hjá Póstinum og Sigrún er við það að flytja heim frá Óðinsvéum til að byrja í nýju starfi hjá Hugsmiðjunni. Þær viðurkenna að oft eru vinnudagarnir langir þar sem hver pása eða frítími er nýttur fyrir visteyri.is. Verkefnið sé samt svo skemmtilegt að þær gleymi sér alveg í ástríðunni fyrir því. Með marga bolta á lofti Vilborg, Elfa og Sigrún segja allar að vinnuveitendurnir þeirra hafi tekið vel í þær fréttir að samhliða fullu starfi séu þær með reksturinn á markaðstorginu. „Það finnst öllum þetta bara mjög jákvætt og spennandi og ég hef ekki upplifað neitt nema mjög mikið hrós og hvatningu,“ segir Sigrún og Vilborg og Elfa taka undir. Þær segja viðtökurnar síðustu daga hafa verið framar björtustu vonum og skemmtilegast sé að sjá hvað landsbyggðin er að taka vel við sér, þarna opnaðist loks auðveldara tækifæri fyrir söluaðila og kaupendur að geta verslað með notuð föt. Á síðunni má sjá upplýsingar um söluaðila og seljendur vikunnar og vinkonurnar segja margt spennandi í farvatninu sem líta muni dagsins ljós á komandi vikum og mánuðum. Í dag sé áherslan á að sinna því sem seljendur og kaupendur eru að sýsla með í gegnum markaðstorgið og fá endurgjöf frá notendum, sem nýtist einmitt svo vel fyrir þróunina á vefsíðunni. „Það er kannski helst að við þrjár þjáumst af fullkomnunaráráttu,“ segir Vilborg og hópurinn skellir upp úr. Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu. Og auðvitað hefur þetta stundum verið algjört korter í burnout, því það að vera í fullu starfi og hefja svona rekstur er auðvitað smá klikkun líka. En þetta er bara svo gaman að maður er ekki að upplifa álagið eins og kvöð, heldur eitthvað sem maður er að sinna af ástríðu og áhuga,“ segir Elfa og skælbrosir. Allar segjast þær líka hafa lært mjög mikið á verkefninu. Ekki síst hvor annarri og þá sérstaklega hvernig markaðsviðhorfið nýtist forritara eins og Sigrúnu eða hvernig tæknikunnáttan hennar nýtist markaðsfólki eins og Vilborgu og Elfu. Endurgjöfin frá notendum er þó það sem stendur uppúr að þeirra mati, að vera eftir um eins og hálfs árs vinnu loksins komin með markaðstorgið í loftið og kaupin á eyrinni hafin. Maðurinn minn segir líka stundum að ég sé eins og unglingur með tölvuleikjafíkn því maður er alltaf að kíkja og sjá hvað er að gerast og getur bara ekki hætt, þetta er svo gaman,“ segir Sigrún og bætir við: „En við erum mjög stoltar og ánægðar með þetta, erum gott teymi saman sem hugsar í jákvæðum lausnum og höfum yfirstigið fullt af hindrunum sem við héldum kannski stundum að við myndum ekki ná að yfirstíga. En höfum komist yfir þær allar.“
Verslun Umhverfismál Tíska og hönnun Starfsframi Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira