Heimiliskötturinn gaf eigendur sína saman Íris Hauksdóttir skrifar 3. júlí 2023 20:01 Kötturinn Momo gegndi mikilvægu hlutverki í við hjónavígslu eigenda sinna. TikTok Bandaríska parið Amanda Terry og Steve Terry gekk í hjónaband fyrir skömmu en óhætt er að segja að athöfnin hafi farið fram með óvenjulegum hætti. Vígsluvotturinn var nefnilega heimiliskötturinn þeirra. Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða. Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Eftir að hafa fylgst vökulum glyrnum með eigendum sínum fara með brúðkaupsheitin innsiglaði kötturinn Momo hjónabandið með því að leggja blekvota loppuna sína á hjónabandsleyfi parsins. Það sem vekur þó mesta furðu er að samkvæmt reglum í Colorado, þar sem hjónin eru búsett, er athöfn með þessum hætti, lögleg. Hjónabandslög í Colorado gera enga kröfu til þess að vígðir embættismenn sinni brúðkaupsathöfnum. Í Colorado þarf vottur í hjónavíglum ekki að vera vígður embættismaður.TikTok Þau Amanda (32) og Steve (29) ættleiddu læðuna Momo árið 2021 en hún var áður á vergangi og því er óvíst um aldur hennar. Æfðu loppufarið lengi „Momo er að því sem ég best veit, fyrsti kötturinn til að undirrita hjónabandssamning,“ sagði Amanda, í samtali við The Post. „Að hafa hana sem vitni gerði brúðkaupið skemmtilega eftirminnilegt. Við æfðum hana mikið í að stimpla loppufarið áður en til stóru stundarinnar kom. Í fyrstu var þetta bara eins og einn stór flekkur en loka niðurstaðan er æðisleg og styrkir ástina okkar.“ Hjónin segja loppufar Momo á hjónabandspappírnum styrkja ástina á milli þeirra. TikTok Brúðkaupsferð til Íslands Á TikTok síðu sinni deildu hjónin myndum og myndbandsbroti af kettinum gráa dýfa loppu sinni í gæludýravænt blek og stimpla með henni á lögfræðiskjalið. Myndbandið hefur nú hlotið 4,4 milljón áhorfs. @mandamoeckterry Momo was the best witness we could have asked for. My mom lost our orginal wedding certificate paperwork so we were able to do this in Colorado. #coloradocats #weddingpawty #catsoftiktok Hey Lover - The Daughters Of Eve Viðbrögð við færslunni hafa verið fjölbreytt þar sem stór hópur fólks segist munu leggja leið sína til Colorado til að leika þetta eftir. „Þetta á við um allar gerðir gæludýra,“ skrifar einn í athugasemd og tekur fram að vinnufélagi sinn hafi haft hundinn sinn sem vitni. Eftir brúðkaupið héldu hjónin í brúðkaupsferð til Íslands þar sem þau nutu alls þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Brúðkaup Dýr Kettir Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira