Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. júlí 2023 13:02 Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir matvælaráðherra hafa veikt stjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum í sumar. Vísir/Vilhelm Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa veikt ríkisstjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum. Hún hefði þannig grafið undan möguleikum stjórnarinnar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. „Þetta er stjórn þriggja mjög ólíkra flokka. Það hefur reynt á þolrif okkar allra. Okkar í Sjálfstæðisflokknum, þingmanna Framsóknarflokksins og líka Vinstri grænna og ef menn ætla að halda stjórnarsamstarfi áfram. Það verður að byggjast á trausti og gagnkvæmum trúnaði, þá ganga menn ekki fram með þeim hætti sem ráðherrann hefur gert,“ segir Óli Björn. Ákvörðun Svandísar gangi gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar og beri þess merki að lítill skilningur væri á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Málið snerist ekki um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt hvalveiðum, heldur stjórnarskrárbundin rétt manna til atvinnufrelsis auk hófsemdar og meðalhófs í stjórnsýslu. Óli Björn segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafi efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem væri lengst til vinstri. Þau sem berðust fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og meðalhófs í stjórnsýslu og sanngirni væri gætt, ættu litla samleið með ráðherra. Hún þyrfti að endurnýja traust með því að draga ákvörðun sína til baka. „Sem ég held fram að sé illa ígrunduð, hún ekki rökstudd og hún er ósanngjörn að þá er ráðherrann maður að meiri og getur endurheimt það traust sem þarf að ríkja milli viðkomandi ráðherra, í raun allra ráðherra, og þeirra stjórnarþingmanna sem standa að baki þeirri ríkisstjórn,“ segir Óli Björn. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Óli Björn Kárason þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafa veikt ríkisstjórnarsamstarfið með ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum. Hún hefði þannig grafið undan möguleikum stjórnarinnar til að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. „Þetta er stjórn þriggja mjög ólíkra flokka. Það hefur reynt á þolrif okkar allra. Okkar í Sjálfstæðisflokknum, þingmanna Framsóknarflokksins og líka Vinstri grænna og ef menn ætla að halda stjórnarsamstarfi áfram. Það verður að byggjast á trausti og gagnkvæmum trúnaði, þá ganga menn ekki fram með þeim hætti sem ráðherrann hefur gert,“ segir Óli Björn. Ákvörðun Svandísar gangi gegn vilja meirihluta ríkisstjórnarinnar og beri þess merki að lítill skilningur væri á mikilvægi þess að taka tillit til sjónarmiða samstarfsflokkanna. Málið snerist ekki um hvort fólk væri hlynnt eða andvígt hvalveiðum, heldur stjórnarskrárbundin rétt manna til atvinnufrelsis auk hófsemdar og meðalhófs í stjórnsýslu. Óli Björn segir framgöngu Svandísar vatn á myllu þeirra sem hafi efast um áframhaldandi samstarf við flokk sem væri lengst til vinstri. Þau sem berðust fyrir atvinnufrelsi, sjálfbærri nýtingu auðlinda og meðalhófs í stjórnsýslu og sanngirni væri gætt, ættu litla samleið með ráðherra. Hún þyrfti að endurnýja traust með því að draga ákvörðun sína til baka. „Sem ég held fram að sé illa ígrunduð, hún ekki rökstudd og hún er ósanngjörn að þá er ráðherrann maður að meiri og getur endurheimt það traust sem þarf að ríkja milli viðkomandi ráðherra, í raun allra ráðherra, og þeirra stjórnarþingmanna sem standa að baki þeirri ríkisstjórn,“ segir Óli Björn.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32 „Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30 Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41 „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Veiðum frestað eins lítið og unnt var Í minnisblaði matvælaráðherra um frestun veiða á langreyði segir að við afmörkun á tímalengd frestunarinnar hafi verið valinn skemmsti tími sem talinn var raunhæfur til að ná markmiði ráðuneytisins um dýravelferð. Í niðurstöðum fagráðs segir þó að vandséð væri að betur væri hægt að standa að veiðunum en nú er gert. Veiðum var frestað út ágúst, en venjan er að veiða hvali ekki mikið lengur en fram í miðjan september. 1. júlí 2023 11:32
„Hvalir fylla enga sali“ „Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“ 23. júní 2023 14:30
Segir Hval munu aðstoða þá sem vilja leita réttar síns Hvalur hf. mun aðstoða „eftir föngum“ þá sem fara á mis við störf hjá fyrirtækinu vegna ákvörðunar ráðherra um að setja hvalveiðitímabilið á bið, ef þeir ákveða að leita réttar síns gagnvart stjórnvöldum. 23. júní 2023 12:41
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15