„Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 14:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa lesið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar neitt sérstaklega. Vísir/Ívar Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, segir birtingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið svokallaða ekki gott fordæmi. Að hans mati vilji þeir sem um málið fjalla aðeins þyrla upp ryki en ekki fjalla um staðreyndir. „Þegar ráðuneytið mitt hefur verið beðið um aðgang að þessari skýrslu þá höfum við viljað fylgja lögum og við teljum okkur hafa verið að gera það,“ sagði Bjarni aðspurður um birtingu Pírata á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið í gær. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi Pírata hafa brotið trúnað. „Ég held að þetta sé ekki gott fordæmi fyrir þingið um meðferð trúnaðarupplýsinga og ágreiningur um það hvernig eigi að fara með trúnaðargögn þurfi að leysa innan þingsins,“ segir Bjarni sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um greinargerðina eða innihald hennar. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ sagði Bjarni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
„Þegar ráðuneytið mitt hefur verið beðið um aðgang að þessari skýrslu þá höfum við viljað fylgja lögum og við teljum okkur hafa verið að gera það,“ sagði Bjarni aðspurður um birtingu Pírata á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið í gær. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi Pírata hafa brotið trúnað. „Ég held að þetta sé ekki gott fordæmi fyrir þingið um meðferð trúnaðarupplýsinga og ágreiningur um það hvernig eigi að fara með trúnaðargögn þurfi að leysa innan þingsins,“ segir Bjarni sem vildi ekki tjá sig sérstaklega um greinargerðina eða innihald hennar. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ sagði Bjarni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36