Mikil áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2023 15:31 Páll segir erlenda fanga ekki erfiðari en þá íslensku en að þeim fylgi annars konar áskoranir. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri, Páll Winkel, segir það mikla áskorun að fá túlkaþjónustu í fangelsin en síðustu ár hefur verið mikið fjölgun meðal erlendra fanga í íslenskum fangelsum. Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum. Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Alls eru 30 prósent þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum af erlendu bergi brotin og 60 prósent þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi. Þetta er gríðarleg fjölgun frá fyrri árum en sem dæmi var hlutfall erlendra fanga í afplánun árið 2019 18,1 prósent og gæsluvarðhaldsfanga 34,8 prósent. Mikil fjölgun hefur verið meðal erlendra fanga síðustu ár. Mynd/Fangelsismálastofnun. Fjallað er sérstaklega um stöðu erlendra kvenna í afplánun í nýrri OPCAT-skýrslu umboðsmanns Alþingis þar sem bent er á sérstöðu erlendra kvenfanga og ýmsar ábendingar lagðar til er varðar stöðu þeirra. Þar má nefna til dæmis að gæta þess að alltaf sé kallaður til túlkur við innkomu fanga og að tryggja að mikilvægar upplýsingar séu þýddar á fleiri tungumál en íslensku og ensku. Þá er einnig varað við því að fangar túlki fyrir hvern annan, sérstaklega þegar um er að ræða viðkvæm einkamálefni eða upplýsingar sem varða réttindi þeirra eða skyldur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að ekki sé hægt að neita því að slíkri fjölgun fylgi nýjar áskoranir. „Útlendingum í fangelsum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum og eru nú um 30% þeirra sem eru í afplánun erlendir ríkisborgarar en 60% allra gæsluvarðhaldsfanga eru erlendir ríkisborgarar. Það hefur verið áskorun að fá túlkun fyrir svo ört vaxandi hóp sem talar mörg mismunandi tungumál en við komu í fangelsi liggur ekki ávallt fyrir hvaða tungumál viðkomandi mælir á,“ segir Páll. Hann segir að stofnunin muni að sjálfsögðu taka mið af ábendingum og athugasemdum umboðsmanns Alþingis varðandi aukna túlkaþjónustu „Eins og varðandi önnur atriði sem okkur er fært að bregðast við. Mikilvægt er þó að taka fram að erlendir fangar eru ekki erfiðari en íslenskir en aðrar áskoranir geta fylgt þeim, meðal annars hvað varðar tungumálaerfiðleika. Fangelsismálastofnun hefur að undanförnu lagt áherslu á að ráða fangaverði sem tala erlend tungumál þannig að unnt verði að veita betri og faglegri þjónustu,“ segir Páll að lokum.
Fangelsismál Jafnréttismál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir „Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00 Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
„Kvenfangar eiga aldrei að afplána með karlföngum“ Formaður Afstöðu, félags fanga, telur áríðandi að brugðist sé við lélegum aðstæðum kvenna í fangelsum á Íslandi. 7. júlí 2023 22:00
Staða kvenna í fangelsum verri en karla Fyrirkomulag við afplánun kvenna hér á landi er almennt til þess fallið að gera stöðu þeirra lakari samanborið við karlfanga. Þetta kemur fram í ítarlegri skýrslu umboðsmanns Alþingis um stöðu kvenna í fangelsum landsins. 7. júlí 2023 15:26