Alltaf í speglinum? Helstu einkenni útlitsþráhyggju Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2023 07:00 Sumir gætu talið að fólk sem er heltekið af útliti sínu sé fólk sem er svo ánægt með það hvernig það lítur út. Ef viðkomandi er hins vegar með útlitsþráhyggju sem greinist sem BDD, er það hins vegar alls ekki tilfellið. Því að BDD er röskun sem hefur mikil og neikvæð áhrif á hegðun og líðan fólks. Vísir/Getty Einn af hverjum fimmtíu einstaklingum er sagður vera með útlitsþráhyggju, eða Body Dysmorphic Disorder, skammstafað sem BDD. Fólk sem er með útlitsþráhyggju er svo heltekið af útliti sínu að hegðunin þessu tengt hefur mikil og neikvæð áhrif á heilsu fólks og líðan. Að vera með útlitsþráhyggju snýst um meira en að vilja líta vel út. BDD er röskun sem ekki aðeins veldur kvíða og vanlíðan heldur er þetta röskun sem hefur veruleg áhrif á daglegt líf. BDD er hvorki bundið við aldur né kyn, en oft er þetta röskun sem fer að vera nokkuð sýnileg frekar snemma á lífsleiðinni. Sá einstaklingur sem er með BDD sér sig í allt öðru ljósi en annað fólk sér viðkomandi. Ekkert ósvipað og stundum er sagt með fólk sem þjáist af anorexíu er stundum sagt sjá sig feitt í spegli, þótt grannt holdarfarið sé jafnvel komið á lífshættulegt stig næringarskorts og vannæringar. Það sama á við um fólk með BDD. Þótt það líti frábærlega vel út og fái hrós úr öllum áttum, upplifir það sig ekki fallegt eða flott. Nei, BDD einkennin eru einmitt mest þau að sjá galla í útliti sínu. Galla sem eru fyrst og fremst til í huga viðkomandi. En eru svo sannarlega til staðar þar. Meðal algengra galla sem fólk með BDD sér hjá sjálfum sér er að: Að nefið sé ljótt Að húðin sé slæm (bólur, freknur, fílapenslar, ör) Að ýmist þurfi að æfa meira til að styrkja vöðva eða æfa til að ná einverjum öðrum líkamlegum árangri Stærð eða lögun brjósta er ekki nógu góð Að hárið sé ekki nógu fallegt eða flott BDD röskunin er mjög erfið að glíma við og eflaust er besta leiðin að fá aðstoð hjá fagaðila. Því niðurrifið sem fólk með BDD beitir á sjálft sig er ekki aðeins óraunsætt, heldur óréttlátt, grimmt og viðvarandi. Alltaf að horfa í spegilinn? Margir gætu talið að BDD snúist í raun ekkert um neitt annað en sjálfsóöryggi. Og jafnvel sagt: Hver er ekki óöruggur eða óánægður með útlitið sitt að einhverju leyti? BDD er hins vegar ekki svo einfalt og nei því að hér er um að ræða útlitsþráhyggju sem hefur veruleg áhrif á daglegt líf viðkomandi. Sumir misskilja útlitsþráhyggjuna jafnvel þannig að viðkomandi sé svo ánægð/ur með sjálfan sig, að það sé skýringin. Því hér eru nokkur einkenni um hegðun: 1. Viðkomandi er alltaf að horfa á sjálfan sig í spegli og nýtir hvert tækifæri til að sjá sig í spegli. Eða forðast spegla 2. Einangrun: Til dæmis að forðast vinnu, skóla eða samkomur þar sem margt fólk sér þig 3. Viðkomandi eyðir óhóflegum tíma og orku í að líta vel út: Förðun, klæðnaður o.s.frv. Að fara út á meðal fólks þýðir að útlitið þarf að vera óaðfinnanlegt 4. Mikil viðkvæmni gagnvart myndatökum. Viðkomandi birtir aðeins óaðfinnanlegar myndir af sjálfum sér á samfélagsmiðlum og er þá búin að laga myndirnar til 5. Að fara í eða skipuleggja lýtaaðgerðir 6. Að stunda líkamsrækt af kappi, sólböð, ljósaböð, brúnkukrem 7. Viðkomandi er alltaf að bera sig saman við aðra og þá í neikvæðri merkingu. Þessi samanburður er jafnvel við frægt fólk. Rannsóknir sýna að 8% fólks sem þjáist af útlitsþráhyggju á náinn fjölskyldumeðlim sem hefur verið greindur með BDD. Þessar niðurstöður benda til þess að þráhyggjan geti verið arfgeng en enn sem komið er, er ekki mikið um greiningar á BDD. Þá benda sumar rannsóknir til þess að sjónræn úrvinnsla í heila fólks með BDD, geti stuðlað að því að skynja brenglun. Það sé því hluti skýringarinnar á því hvers vegna fólk með útlitsþráhyggju, sér sig ekki með sama hætti og annað fólk. Ef þú telur að einkennin eigi við um þig, er eindregið mælt með því að þú ræðir við sálfræðing eða byrjir á því að panta tíma hjá heimilislækni. Nánar má lesa um útlitsþráhyggju HÉR. Geðheilbrigði Tengdar fréttir Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Að vera með útlitsþráhyggju snýst um meira en að vilja líta vel út. BDD er röskun sem ekki aðeins veldur kvíða og vanlíðan heldur er þetta röskun sem hefur veruleg áhrif á daglegt líf. BDD er hvorki bundið við aldur né kyn, en oft er þetta röskun sem fer að vera nokkuð sýnileg frekar snemma á lífsleiðinni. Sá einstaklingur sem er með BDD sér sig í allt öðru ljósi en annað fólk sér viðkomandi. Ekkert ósvipað og stundum er sagt með fólk sem þjáist af anorexíu er stundum sagt sjá sig feitt í spegli, þótt grannt holdarfarið sé jafnvel komið á lífshættulegt stig næringarskorts og vannæringar. Það sama á við um fólk með BDD. Þótt það líti frábærlega vel út og fái hrós úr öllum áttum, upplifir það sig ekki fallegt eða flott. Nei, BDD einkennin eru einmitt mest þau að sjá galla í útliti sínu. Galla sem eru fyrst og fremst til í huga viðkomandi. En eru svo sannarlega til staðar þar. Meðal algengra galla sem fólk með BDD sér hjá sjálfum sér er að: Að nefið sé ljótt Að húðin sé slæm (bólur, freknur, fílapenslar, ör) Að ýmist þurfi að æfa meira til að styrkja vöðva eða æfa til að ná einverjum öðrum líkamlegum árangri Stærð eða lögun brjósta er ekki nógu góð Að hárið sé ekki nógu fallegt eða flott BDD röskunin er mjög erfið að glíma við og eflaust er besta leiðin að fá aðstoð hjá fagaðila. Því niðurrifið sem fólk með BDD beitir á sjálft sig er ekki aðeins óraunsætt, heldur óréttlátt, grimmt og viðvarandi. Alltaf að horfa í spegilinn? Margir gætu talið að BDD snúist í raun ekkert um neitt annað en sjálfsóöryggi. Og jafnvel sagt: Hver er ekki óöruggur eða óánægður með útlitið sitt að einhverju leyti? BDD er hins vegar ekki svo einfalt og nei því að hér er um að ræða útlitsþráhyggju sem hefur veruleg áhrif á daglegt líf viðkomandi. Sumir misskilja útlitsþráhyggjuna jafnvel þannig að viðkomandi sé svo ánægð/ur með sjálfan sig, að það sé skýringin. Því hér eru nokkur einkenni um hegðun: 1. Viðkomandi er alltaf að horfa á sjálfan sig í spegli og nýtir hvert tækifæri til að sjá sig í spegli. Eða forðast spegla 2. Einangrun: Til dæmis að forðast vinnu, skóla eða samkomur þar sem margt fólk sér þig 3. Viðkomandi eyðir óhóflegum tíma og orku í að líta vel út: Förðun, klæðnaður o.s.frv. Að fara út á meðal fólks þýðir að útlitið þarf að vera óaðfinnanlegt 4. Mikil viðkvæmni gagnvart myndatökum. Viðkomandi birtir aðeins óaðfinnanlegar myndir af sjálfum sér á samfélagsmiðlum og er þá búin að laga myndirnar til 5. Að fara í eða skipuleggja lýtaaðgerðir 6. Að stunda líkamsrækt af kappi, sólböð, ljósaböð, brúnkukrem 7. Viðkomandi er alltaf að bera sig saman við aðra og þá í neikvæðri merkingu. Þessi samanburður er jafnvel við frægt fólk. Rannsóknir sýna að 8% fólks sem þjáist af útlitsþráhyggju á náinn fjölskyldumeðlim sem hefur verið greindur með BDD. Þessar niðurstöður benda til þess að þráhyggjan geti verið arfgeng en enn sem komið er, er ekki mikið um greiningar á BDD. Þá benda sumar rannsóknir til þess að sjónræn úrvinnsla í heila fólks með BDD, geti stuðlað að því að skynja brenglun. Það sé því hluti skýringarinnar á því hvers vegna fólk með útlitsþráhyggju, sér sig ekki með sama hætti og annað fólk. Ef þú telur að einkennin eigi við um þig, er eindregið mælt með því að þú ræðir við sálfræðing eða byrjir á því að panta tíma hjá heimilislækni. Nánar má lesa um útlitsþráhyggju HÉR.
Geðheilbrigði Tengdar fréttir Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01 Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01 Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Góð ráð til að sporna gegn vor- og sumarþunglyndi Gleðilegt sumar! Jæja, nú ætti nú aldeilis að lyftast brúnin hjá sem flestum. Vor og sumartími framundan og þá birtir svo sannarlega yfir öllu og öllum. 21. apríl 2023 07:01
Skiljanlegt að við gleymum aldrei fyrstu ástinni okkar Eitt það dásamlegasta sem við upplifum er ástin. Sem reyndar getur líka verið það erfiðasta sem við upplifum líka. Eða í það minnsta ef við lendum í ástarsorg eða eitthvað gengur ekki upp. 7. apríl 2023 07:01
Áhrifin af því að ljúga að börnunum sínum „Mamma verður búin eftir smá stund í símanum,“ eða „pabbi kemur aftur eftir smá stund,“ hljómar nú kannski sakleysislega fyrir okkur fullorðna fólkið sem skýringar. 28. mars 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14. mars 2023 07:01