Verulega minni kraftur en í gær Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 08:16 Eldgos hófst við Litla-Hrút á fimmta tímanum í gær. Sprungan myndaðist skammt frá Meradölum, þar sem hraun kom upp í fyrra. Vísir/Vilhelm Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hann segir eldgosið hegða sér svipað og gosið í fyrra, en þá hafi kraftur þess verið mikill í upphafi og minnkað. Upphafsfasi þessa goss hafi þó verið mun öflugri en eldgossins í fyrra. „Núna er þetta farið að líkjast mikið fyrri gosunum, svona að nálgast þau í stærð,“ sagði Magnús Tumi. „Það hefur dregið verulega úr og það er í sjálfu sér algengt í eldgosum að fyrsti fasinn er öflugastur en síðan dregur úr og fer í hægara rennsli.“ Gosið er við Litla-Hrút suðvestur af Keili.Kort/Kristján Hann sagði eldgosið sýna frekar hefðbundna hegðun. Magnús Tumi sagði mögulegt að styrkur gossins gæti aukist aftur en það væri ólíklegt með eldgos sem þetta. „En þau geta náttúrulega aukist og minnkað á víxl en þessi upphafsfasi er lang öflugastur.“ Fylgjast má með nýjustu vendingum varðandi eldgosið hér í Vaktinni á Vísi. Betra að fara varlega Þá sagði Magnús að þær ákvarðanir sem teknar hafi verið í gærkvöldi um að loka svæðinu hafi verið hafi byggt á því sem sást á gosstöðvum þá. „Það þýðir ekkert annað en að fara þokkalega varlega í svona málum, því það verður ekki aftur tekið ef að illa spilast úr,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði einnig að ef eldgosið myndi halda áfram með þessum hætti myndi það taka langan tíma þar til hraunflæðið gæti farið að ógna einhverjum innviðum. Magnús Tumi sagði að fólki annars staðar í heiminum þætti stórmerkilegt hve gott aðgengi fólk fengi að gosstöðvum hér á landi. Í fyrra hefðu aðstæður til að mynda verið bættar, björgunarfólk aðstoðaði fólk við að ferðast að gosstöðvum og lokunum hafi verið haldið í lágmarki. „Þetta hefur vakið athygli um allan heim. Á Ítalíu, þar eru lokanir reglan, og þegar gaus á Kanaríeyjum í fyrra, þá voru miklar lokanir. Þar var ekkert verið að leyfa fólki að koma nálægt þessu, enda var það kannski svolítið hættulegra þegar það var. En þetta vakti mikla athygli, hvaða nálgun var tekin hér. Að bara leyfa fólki að fara og aðstoða fólk á allan hátt.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14 Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05 Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Áætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg. 11. júlí 2023 00:14
Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“ Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti. 11. júlí 2023 00:05
Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 10. júlí 2023 23:07