Lúsmýið muni halda áfram að dreifa sér um land allt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2023 17:17 Gísli Már Gíslason, vatnalíffræðingur, segir að lúsmýið muni líklega breiða úr sér um allt land þar sem láglendi er að finna. Bylgjan/Vísir/Vilhelm Líffræðiprófessor segir að kalda vorið í ár muni ekki hafa teljanleg áhrif á fjölda skordýra heldur aðeins seinka lífsferlum þeirra. Hann telur að útbreiðslusvæði lúsmýs muni líklega stækka enn frekar og dreifa sér um land allt. Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli. Lúsmý Skordýr Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að þegar það er kalt þá seinki skordýrin lífsferlum sínum og lirfurnar klekist síðar. „Ég hef orðið var við hunangsflugur og geitunga. Þeir voru nokkuð seinni núna í vor en áður fyrr þegar það hafa verið hlýrri vor. Þetta hefur seinkað en ég veit ekki hvort það hefur haft áhrif á fjöldann,“ segir Gísli. Þá sagðist hann eiga von á að sumarið verði eins og sumarið í fyrra. „Ef það helst þokkalega hlýtt verður svipaður fjöldi skordýra á hverjum stað.“ Geitungarnir eru farnir á stjá þó þeir hafi verið seinni af stað en oft áður.Vísir/Vilhelm Kalt vor um allt land Gísli segist ekki eiga von á því að það sé mikill munur á skordýrum eftir landshlutum. Skordýrin hafi líklega komið fyrr upp þar sem er hlýrra en vorið hafi hins vegar verið kalt um allt land. „Nú var vorið kalt um allt land þannig að það var ekkert mikið af skordýrum komið á kreik í maí og byrjun júní. Svo er þetta allt að koma af stað núna. Um miðjan júní var þetta orðið, svona sem maður frétti, svipað og hefur verið undanfarin ár,“ sagði Gísli. Mý á Laugarvatni, líklega rykmý frekar en lúsmý sökum stærðarinnar.Vísir/Vilhelm Líkt og önnur skordýr hafi lúsmýið líka farið af stað um miðjan júní. Það muni vera áfram á sömu slóðum og áður en útbreiðslusvæði þess muni líklega aukast. Ekki sé enn vitað hvernig lúsmýið lifir en núna stendur einmitt yfir rannsókn á því hvar lirfur lúsmýsins klekjast. „Við vitum ekki hvar lirfurnar lifa. Það er verið að rannsaka það núna í samvinnu Háskóla Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Það er verið að reyna að komast að því hvar lirfurnar klekjast. Mig grunar að þær klekist í deiglendi eða vatni,“ segir Gísli. Lúsmý muni á endanum dreifa sér um allt land Lúsmý gerði fyrst vart við sig á Suðvesturlandi árið 2015 og þá aðallega í Borgarfirðinum. Síðan hefur lúsmýið dreift hratt úr sér og telur Gísli að það muni á endanum dreifa sér um land allt. „Lúsmý er um allt land nema á Hálendinu, nema á Vestfjörðum, nema á Norðausturlandi og Austfjörðum. Þetta eru svæðin sem það var ekki komið á í fyrra,“ segir Gísli. Hönd einhvers sem hefur farið illa út úr lúsmýinu.Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gerst á mjög skömmum tíma. Núna er þetta eiginlega komið um allt land. Ég held að lúsmýið muni halda áfram að dreifa úr sér á láglendi þar til það finnst alls staðar, nema helst við sjávarsíðuna þar sem golan kemur á móti mýinu,“ segir hann um útbreiðslu lúsmýsins Gísli segir að nágrannalöndin séu ekkert að kvarta undan lúsmýi. Fólk hér á landi muni venjast lúsmýinu eins og öðru og mynda þol við því. „Þegar fólk er búið að vera bitið nokkrum sinnum þá myndar það þol gegn þessu og það hættir að blása upp og hættir að fá þessi kláðaköst,“ segir Gísli.
Lúsmý Skordýr Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira