Íslensk vegabréf Bobby Fischer fundust fyrir tilviljun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. júlí 2023 15:46 Aldís Sigfúsdóttir tók við vegabréfunum fyrir hönd Fischersetursins frá Stefáni Hauki Jóhannssyni, sendiherra Íslands í Tókýó. Utanríkisráðuneytið Stefán Haukur Jóhannsson, sendiherra Íslands í Japan, afhenti Fischersetrinu á Selfossi tvö íslensk vegabréf skáksnillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkisborgararétt hér á landi. Vegabréfin voru týnd en fundust fyrir tilviljun, eitt í sendiráðinu í Japan og annað á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greinir frá í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar kemur fram að annað vegabréfið hafi fundist við tiltekt í sendiráðinu í Tokýó í vor. Umrætt vegabréf var gefið út í febrúar 2005 og notað til að koma Fischer til Íslands þar sem hann fékk síðar íslenskt ríkisfang. Bobby Fischer varð ríkisfangslaus eftir að hann afsalaði sér bandarískum ríkisborgararétti til að forðast lögsókn þar, en Fischer hafði teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu þvert á viðskiptabann Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneytið Sendiherra Íslands í Tókýó, Stefáni Hauki Jóhannssyni varð strax hugsað til Fischersetursins á Selfossi en svo vildi til að hann hafði fyrir skemmstu verið að aðstoða setrið við að komast í samband við ekkju Fischer sem er frá Japan og býr þar. Verða safngripir Segir í færslu ráðuneytisins að leitað hafi verið til laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins til að kanna hvort og hvernig hægt væri að láta vegabréf látins einstaklings þriðja aðila, Fischersetrinu, í té. „Í þeirri málaleitan kom á daginn að annað vegabréf hafði nýverið fundist á prótókollskrifstofu ráðuneytisins, almennt vegabréf fyrir íslenska ríkisborgara útgefið í mars 2005, fyrir þennan sama Robert James Fischer. Í því vegabréfi er hann skráður íslenskur. Þar var þá um að ræða vegabréfið sem hann fékk eftir að hann öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt, um leið og "vegabréf útlendings" var gatað og ógilt.“ Bobby Fischer fékk að endingu íslenskan ríkisborgararétt. Utanríkisráðuneytið Eftir nokkrar vangaveltur var niðurstaðan sú að ráðuneytið myndi afhenda setrinu vegabréfin tvö sem gefin voru út í nafni Robert James Fischer til ótímabundinnar vörslu og sýningar sem safngrip, með þeim fyrirvara að ráðuneytið gæti kallað það til sín ef þörf krefði. Þá vildi svo skemmtilega til að Stefán Haukur var staddur á landinu þegar niðurstaðan lá fyrir. Hann mælti sér mót við Aldísi Sigfúsdóttur í Fischersetrinu og afhenti henni vegabréfin tvö og gat þannig fylgt sögunni eftir frá upphafi til enda. Fyrra vegabréf Fischer var sérstaklega merkt sem vegabréf útlendings.Utanríkisráðuneytið
Bobby Fischer Árborg Vegabréf Einvígi aldarinnar Skák Sendiráð Íslands Utanríkismál Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira