„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 16:42 Ljósmyndari Vísis er á Reykjanesi og tók myndir af fólki sem var að leggja af stað á gossvæðið sem opnaði í dag. Hjördís hjá Almannavörnum segir mikilvægt að klæða sig vel og vera í góðum skóm. Vísir/Vilhelm Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira