„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“ Máni Snær Þorláksson skrifar 11. júlí 2023 16:42 Ljósmyndari Vísis er á Reykjanesi og tók myndir af fólki sem var að leggja af stað á gossvæðið sem opnaði í dag. Hjördís hjá Almannavörnum segir mikilvægt að klæða sig vel og vera í góðum skóm. Vísir/Vilhelm Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað. Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Opnað var fyrir svæðið í dag frá Suðurstrandarvegi en í tilkynningu um opnunina var vakin athygli á því að gangan væri erfið og um tuttugu kílómetrar að lengd. Þá voru göngumenn beðnir um að klæða sig eftir veðri, hafa með sér nesti og næga hleðslu á farsímum. Mikilvægt sé einnig að hafa í huga að gossvæðið er hættulegt svæði, aðstæður geti breyst skyndilega. Lögregla varar fólk við að dvelja nærri gosstöðvunum vegna gasmengunar. „Við erum að reyna að koma út upplýsingum til sérstaklega erlends ferðafólks að þetta sé ekki einföld gönguferð, að þetta muni taka á,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, í samtali við fréttastofu „Ég er ekkert hissa“ Dæmi eru um að fólk leggi vanbúið af stað í gönguna, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. Það kemur Hjördísi ekki á óvart þar sem þetta hefur gerst áður. „Þetta er nákvæmlega sama og við upplifðum í báðum eldgosunum sem hafa verið, þetta er gömul saga og ný,“ segir Hjördís. „Ég er ekkert hissa, kannski af því við erum búin að upplifa þetta í síðustu gosum.“ Spurt til vegar. Björgunarsveitarfólk á Reykjanesi er án efa kunnugt staðháttum á gossvæðinu.Vísir/Vilhelm Þá bendir hún á að þó veðrið sé gott þá geti það breyst fljótt, því sé mikilvægt fyrir fólk að vera vel klætt. „Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það er kannski það sem við erum búin að vera að reyna að gera síðasta sólarhringinn, koma með leiðbeiningar hvernig þú átt að haga þér. Við erum mjög mikið búin að tala um gasið kannski en níu kílómetra ganga á hálendi Reykjaness ætti að segja þér að þú þurfir góða gönguskó og góðan fatnað.“ Fólk fari ekki með lítil börn Hjördís bendir á ekki á að fara í ferð að eldgosinu með lítil börn. Bæði sökum þess hve krefjandi hún er en einnig vegna gasmengunarinnar. Börn geti síður sagt til um það ef þau finna fyrir gasmengun. Auk þess séu þau viðkvæmari fyrir henni. „Við erum alltaf að höfða til þessarar almennu skynsemi, það tekst misvel en við reynum,“ segir hún. „Við munum það frá því í síðustu gosum að þrátt fyrir að þetta hafi verið hávært í umræðunni þá fór fólk með lítil börn á staðinn.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Ríkissjóður leggur 80 milljónir árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira