Erfitt að manna stöður við gosið: Vilja að stjórnvöld stígi fastar inn í Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júlí 2023 23:28 Otti Rafn Sigmarsson, forstjóri Landsbjargar, ræddi við fréttamann við gosstöðvarnar í kvöld. Vísir Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar. Að stjórnvöld mættu stíga fastar inn og hjálpa til við vöktun á svæðinu. „Það er auðvitað fullt af fólki sem vill leggja leið sína hingað og reynslan segir okkur að það er auðveldara að stika leið að gosinu og halda fólki á einum stað heldur en að reyna að hafa lokað og fá fólk alls staðar,“ segir Otti í samtali við Kristján Má við gosstöðvarnar. Hann segir að í kvöld verði unnið að því að stika leið að eldgosinu og gera megi ráð fyrir að hún verði tilbúin á morgun. Finnst ykkur það skynsamlegast að láta fólk fara þessa leið? „Já, eins og staðan er í dag, og miðað við það hættumat sem veðurstofan hefur gefið út þá er þetta skynsamlegasta leiðin.“ Aðspurður hvernig gangi að fá björgunarsveitarfólk til starfa í miðjum júlímánuði segir Otti það ekki ganga vel. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er bara fínt að koma hérna og heimsækja gosstöðvarnar en fólkið okkar er útivistarfólk upp til hópa og í sumarfríi og annars staðar en að vera hér,“ segir hann. Svo þið viljið að þessu ljúki sem fyrst? „Já, að þessu ljúki eða að stjórnvöld stígi sterkar inn í þetta strax. Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“ Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35 Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14 Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
„Það er auðvitað fullt af fólki sem vill leggja leið sína hingað og reynslan segir okkur að það er auðveldara að stika leið að gosinu og halda fólki á einum stað heldur en að reyna að hafa lokað og fá fólk alls staðar,“ segir Otti í samtali við Kristján Má við gosstöðvarnar. Hann segir að í kvöld verði unnið að því að stika leið að eldgosinu og gera megi ráð fyrir að hún verði tilbúin á morgun. Finnst ykkur það skynsamlegast að láta fólk fara þessa leið? „Já, eins og staðan er í dag, og miðað við það hættumat sem veðurstofan hefur gefið út þá er þetta skynsamlegasta leiðin.“ Aðspurður hvernig gangi að fá björgunarsveitarfólk til starfa í miðjum júlímánuði segir Otti það ekki ganga vel. „Þetta er besti tíminn og versti tíminn. Veðurfarið er fínt og þá er bara fínt að koma hérna og heimsækja gosstöðvarnar en fólkið okkar er útivistarfólk upp til hópa og í sumarfríi og annars staðar en að vera hér,“ segir hann. Svo þið viljið að þessu ljúki sem fyrst? „Já, að þessu ljúki eða að stjórnvöld stígi sterkar inn í þetta strax. Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim.“
Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35 Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14 Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði. 11. júlí 2023 21:35
Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina. 11. júlí 2023 21:14
Kvikan stefnir að mikilvægum jarðskjálftamæli Hraunstraumur eldgossins við Litla-Hrút stefnir nú í átt að jarðskjálftamæli í eigu ÍSOR sem staðsettur er austan við Fagradalsfjall. 11. júlí 2023 17:57