Langflestir hlýða en svartir sauðir „gefa puttann“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2023 08:34 Borið hefur á því að fólk fari alltof nálægt og jafnvel upp á nýja hraunið. Vísir/RAX „Við vorum svona bæði með og á móti,“ segir Guðni Oddgeirsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík um þá ákvörðun að hleypa fólki að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira
Guðni sagði í samtali við Bítið í morgun að jú, það væri ákveðinn kostur að vera með stikaða leið og vita þá hvar fólk væri ef neyðarkall bærist, frekar en að þurfa að vera að leita að því einhvers staðar úti í hrauni. Um 3.000 manns hefðu sótt svæðið í gær en flestir hefðu verið þokkalega vel búnir og ekki vitað til þess að slys hefðu orðið. Aðeins að einhverjir hefðu orðið fótalúnir eftir að gönguna, sem er samtals um 20 kílómetra löng. „Það er nokkuð greið leið,“ sagði Guðni spurður að því hvort björgunarsveitin ætti auðvelt með aðgengi. „En fólk var nú að fara svolítið nálægt í gær og nánast alveg upp að gígnum,“ segir hann. „En það er náttúrulega skilgreint hættusvæði og getur alltaf komið meira upp þar eða brotnað úr köntum virka gígsins og þá er mjög erfitt fyrir okkar fólk að fara inn á það svæði. Sérstaklega að fara í gegnum sinueldinn sem fólk var að fara í gegnum í gær.“ Guðni segir enn gasmengun á svæðinu og það safnist mjög hratt upp ef lygnir. Aðrar grímur en gasgrímur virki ekki þegar gasið er búið að ryðja burtu súrefninu og gefi í raun falskt öryggi. Að sögn Guðna voru menn að vonast til að gripið yrði til aðgerða til að manna eftirlit á svæðinu þegar ljóst varð í hvað stefndi, til dæmis með því að kalla til landverði eins og áður hefur verið gert, en það hafi ekki verið raunin. Spurður að því hvað björgunarsveitarmenn hefðu lært af því að standa vaktina sagði Guðni að það hefði verið reynslan að langflestir hlustu á þá en það væru alltaf svartir sauðir inn á milli sem „gæfu þeim puttann“. Á mánudag hefði þeim verið boðin aðstoð sérsveitarinnar þegar verið var að loka að svæðinu, sem þeir þáðu. „Fólk hlustar alltaf á þessa kalla,“ segir hann. „Við tökum náttúrulega ekki upp á því upp á okkar eindæmi, björgunarsveitirnar, að loka vegum eða neitt svoleiðis. Það er alltaf gert í samráði við vísindamenn og lögreglu.“ Hvað gosið varðar segir Guðni björgunarsveitamenn alveg búna að fá nóg; einn hefði sagst sakna skjálftanna, þá væri hann meira heima en þegar gysi. Hann sagðist sérstaklega vilja vara fólk við gasinu á svæðinu, sérstaklega þegar það væri jafn stillt og gott veður og nú. Þá þyrfti fólk að vera vel búið fyrir langa göngu og taka með sér nóg af vatni og jafnvel nesti.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Sjá meira