Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2023 12:19 Fólk á hjólum á gosstöðvunum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð. Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali við fréttastofu í gær erfitt að manna störf björgunarsveitanna við gosstöðvarnar vegna sumarfría og kallar eftir því að stjórnvöld stígi sterkar inn í verkefnið. „Við enduðum síðasta eldgos á að hér voru komnir landverðir og lögregluþjónar á vakt og sjúkraflutningamenn og við hefðum viljað sjá þetta fólk strax hérna á fyrsta degi. Við vitum ekki hvenær við eigum von á þeim,“ sagði Otti Rafn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra segir ljóst að stjórnvöld muni stíga inn í, enda sé gríðarlegt álag á björgunarsveitum um land allt vegna fjölda ferðamanna á landinu. „Þetta mun valda ákveðnum erfiðleikum að manna þessa pósta og ég geri ráð fyrir því að þetta verði rætt í ríkisstjórn á föstudag og því kalla ég eftir því að við munum strax bæta þarna við landvörðum til þess að aðstoða fólk og vera til leiðbeiningar,“ segir Guðrún. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti. Aðspurð hvers vegna ekki hafi verið búið að hugsa út í þessi mál fyrr þar sem vísindamenn höfðu spáð gosi - segir hún íslenska náttúru óútreiknanlega og erfitt að ráða í mögulegar stöður. Guðrún Hafsteinsdóttir er nýtekinn við sem dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Já það má svosem alltaf segja það en íslensk náttúra er óútreiknanleg, við förum kannski ekki að ráða fólk og svo gerist ekki neitt. Þá hvetur hún fólk til að fara varlega,“ segir Guðrún. „Ég ætla bara að vara við því eins og maður hefur séð í fréttum hjá ykkur í morgun að fólk er að hætta sér mjög nálægt gosinu og nýrunnu hrauni að fólk getur lent í sjálfheldu og getur lent í aðstæðum þar sem björgunaraðilar geta ekki aðstoðað fólk þannig fólk verður að sýna mikla ábyrgð,“ segir Guðrún. Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu samkvæm upplýsingum frá Veðurstofunni, enn mallar í gígnum og nokkuð um gaslosun sem hefur þó ekki mælst yfir hættumörkum í byggð.
Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira