Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júlí 2023 21:00 Skúli segir að snúðarnir hafi klárast á hádegi þótt hann hafi bakað tvöfalda uppskrift. Á morgun verði uppskriftin enn stærri. Vísir/Arnar Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. „Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag. Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
„Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag.
Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47
Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00