„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:45 Liðsmenn Sigurvonar á gosstöðvunum. Tómas Logi er til vinstri á myndinni. Sigurvon Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá björgunarsveitarfólk til að standa vaktina í sjálfboðarvinnu á gosstöðvunum frá því eldgos hófst við Litla-Hrút á mánudag. Ráðherra hefur sagt nauðsynlegt að bregðast við og fá landverði á launaða vakt við gosstöðvarnar sem allra fyrst. Björgunarsveitarfólk úr Sandgerði dreif sig á staðinn á þriðjudag til að hjálpa til við rýmingar. Tómas Logi Hallgrímsson er þeirra á meðal. Hann komst í fréttirnar í desember síðastliðnum þegar hann lýsti samskiptum sínum við íbúa á Reykjanesi þegar óveður gekk yfir landið. Hann hefði fengið yfir sig fúkyrðaflaum frá fólki. „Þar nefndi ég að ég hafi ekki átt von á mis slæmum viðbrögðum fólks í minn garð við lokanir vega vegna óveðurs og ófærðar,“ segir Tómas í færslu sinni á Facebook. Tómas stóð vaktina bæði á mánudag og þriðjudag sem hluti af björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Á þriðjudaginn sat hann í bíl við afleggjarann upp að Keili og vaktaði lokun á því að fólk færi þá gönguleið að eldgosinu við Litla-Hrút. Á mánudeginum var hann á sjálfum gosstöðvunum í um tíu klukkustundir og sinnti rýmingu við sjálft eldgosið vegna lífshættulegra aðstæðna sem mynduðust vegna gasmengunnar. Hann segir sorglegast við mánudaginn að þá hafi hann átt von á að fá yfir sig skít og drullu frá fólki. Það hafi staðist. „Ég var kallaður vitlaus og heimskur. Ég var sakaður um mannréttindabrot. Ég var kallaður krakkaskítur. Ég var kallaður helvítis fáviti. Ég er aumingi sem situr inní bíl og étur nammi í stað þess að bjarga fólki,“ segir Tómas Logi. Það hafi þó verið sannleikanu samkvæmt að hann hafi borðað nammi á vaktinni. Félagarnir í Sigurvon á vaktinni á þriðjudagskvöld. Tómas Logi er til vinstri.Sigurvon „En… enn og aftur þá voru 98 pósent fólks sem var þakklátt og skildi leiðbeiningar mínar. Magnað að maður skuli velja það að koma sér í þessar aðstæður aftur og aftur,“ segir Tómas Logi. Í færslu frá Björgunarsveitinni Sigurvon í nótt segir að nóg hafi verið að gera síðustu daga. Björgunarsveitarfólk hjá sveitinni hafi sinnt gosvöktum öll kvöld frá því gos hófst á mánudag. Fólk er minnt á að koma vel fram við liðsmenn sveitarinnar sem séu í sjálfboðavinnu. „Þegar þetta er skrifað eru tveir félagar á heimleið eftir þriðja kvöldið í röð. Við viljum ítreka við alla sem hyggjast leggja leið sína að gosinu að fylgja merkrum gönguleiðum og búa sig vel. Svæðið er skráfþurrt og nauðsynlegt að hafa nóg af vatni og muna að það kólnar hratt þegar líður á kvöldið.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Björgunarsveitir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Sviptir Harris vernd Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira