Frumsýning á Vísi: Cell7 og Moses Hightower í eina sæng Máni Snær Þorláksson skrifar 14. júlí 2023 13:20 Plötuumslagið fyrir lagið Thinking Hard með Cell7 og Moses Hightower Rapparinn og söngkonan Cell7, sem heitir réttu nafni Ragna Kjartansdóttir, og hljómsveitin Moses Hightower gáfu í dag út lagið Thinking Hard. Meðfram laginu gefa þau út tónlistarmyndband sem frumsýnt er hér á Vísi. Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Cell7 og Moses Hightower gefa út efni saman, einnig er þetta í fyrsta skipti sem Moses Hightower gefur út lag á enskri tungu. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína því meðlimir hljómsveitarinnar voru tónleikaband Cell7 hér á árum áður. Þau segja að samstarfið sé þess vegna vægast sagt bæði nærtækt og tímabært. „Umfjöllunarefnið er, eins og í flestum okkar lögum, efnahagslegt og tilfinningalegt á sama tíma,“ segir Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari Moses Hightower um texta Rögnu við lagið, sem er að þeirra sögn sumarsmellur. Þá svarar Ragna: „Svo mætist okkar smekkur í bítinu hjá strákunum, og pottþétt margir að fara að fíla sig úr hálsliðnum við að heyra þetta!“ Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt var af Baltasar Breka. Klippa: Cell7 og Moses Hightower - Thinking Hard
Tónlist Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira